Farsímar sagðir geta verið smitberar

Farsímar geta verið smitberar.
Farsímar geta verið smitberar.

Farsímar geta verið smitberar ef ekki er varlega farið. Breska blaðið Daily Mail hefur eftir Joanna Verran, prófessor í veirufræði við háskólann í Manchester, að farsímarnir séu bakteríugildrur því þeir séu gjarnan geymdir í buxnavösum eða töskum og þar séu kjöraðstæður fyrir sýkla.

„Maður notar oft farsíma og heldur þeim við andlitið. Símarnir komast einnig í snertingu við fleiri líkamshluta og á þeim eru fleiri bakteríur en á salernissetum," segir Verran.

Fæstir þurrka af símum sínum eftir að hafa notað þá og þegar símarnir eru síðan geymdir á hlýjum stað myndast kjöraðstæður fyrir bakteríur á borð við gula stafílókokka, sem eru á húð fólks.

Sænskur prófessor í örveirufræði segir hins vegar að of mikið sé gert úr þessari hættu. Kossar séu mun áhrifaríkari aðferð við að flytja bakteríur milli fólks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert