Leifar af „dóttur Lucy"?

00:00
00:00

Stein­gerv­inga­fræðing­ar hafa fundið leif­ar af barni frummanna sem uppi var fyr­ir meira en þrem millj­ón­um ára í Awash-dal í Eþíóp­íu. Er talið að barnið, senni­lega stúlka, hafi verið af teg­und­inni Austr­al­opithecus afar­ens­is.

Um er að ræða mjög heil­lega hauskúpu og tók fimm ár að grafa leif­arn­ar af mik­illi var­færni úr jarðveg­in­um þar sem þær fund­ust árið 2000. Yf­ir­leitt er nú talið að A. afar­ens­is hafi að flestu leyti líkst öpum meira en mönn­um og sjald­an gengið á tveim fót­um. Elstu frum­menn­irn­ir urðu sér­stök grein, er skildi sig frá öpum, fyr­ir fimm til sjö millj­ón­um ára en forfeður sjálfs nú­tíma­manns­ins, homo sapiens, komu fram á sjón­ar­sviðið fyr­ir um 200.000 árum.

Þekkt­asta dæmið um A. afar­ens­ins er leif­ar Lucy sem fannst á sömu slóðum í Awash-dal í Eþíóp­íu fyr­ir 32 árum. Er þegar farið að nefna stúlk­una "dótt­ur Lucy", að sögn frétta­vefjar BBC.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert