Nintendo á toppnum í Japan

Nintendo DS
Nintendo DS

Nintendo DS leikjatölvan er vinsælasta leikjatölva Japans og selst að jafnaði í þrefalt fleiri eintökum en helsti keppinauturinn, PSP frá Sony. Í síðustu viku seldust af Nintendo DS ríflega 160.000 eintök en á sama tíma seldust tæplega 30.000 eintök af PSP. Í þriðja sæti var PlayStation II frá Sony. Vinsælustu leikir fyrir leikjatölvur eru leikir fyrir Nintendo og svo bar við að á síðasta sölulista yfir leiki fyrir slíkar tölvur voru leikir fyrir Nintendo í öllum tíu sætunum. Vinsælust var ný útgáfa af Final Fantasy III, sem seldist í um 500.000 eintökum. Í öðru sæti var New Super Mario Bros.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert