McNaught-halastjarnan björt á himni

McNaught-halastjarnan sést nú vel með berum augum frá jörðu, en hún er í um eitt hundrað milljóna kílómetra fjarlægð frá jörðu. Stjarnan fer næst sólu á föstudaginn, en síðan liggur leið hennar eitthvað út í geiminn. Þessi halastjarna hefur ekki sést áður, svo vitað sé.

Það var ástralski stjörnufræðingurinn Robert McNaught sem uppgötvaði stjörnuna og er hún kennd við hann. Hann sá hana 7. ágúst í fyrra á mynd sem tekin var með stjörnusjónauka í Ástralíu. Þá var stjarnan of dauf til að sjást með berum augum, en síðan hefur braut hennar legið inn í sólkerfið og eftir því sem hún hefur nálgast sólina hefur hún orðið bjartari.

Stjörnufræðivefurinn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka