Rússar afhjúpa nýja farþegaþotu

Hin nýja Superjet 100.
Hin nýja Superjet 100. Reuters

Ný farþegaþota var afhjúpuð í Rússlandi í dag, en ætlunin er að selja hana á alþjóðamarkaði í samkeppni við vélar frá Embraer og Bombardier. Þotan heitir Superjet 100, er tveggja hreyfla og tekur 110 farþega. Það er rússneska ríkisfyrirtækið Sukhoi sem hannaði þotuna og smíðaði, í samstarfi við vestræn fyrirtæki á borð við Boeing.

Fyrst reynsluflug þotunnar verður væntanlega síðar á þessu ári, en Sukhoi áætlar að 2010 verði framleiðslan komin í sex þotur á mánuði fyrir erlend flugfélög.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert