Leit að geimverum hafin í Kaliforníu

Stjörnufræðingur við útvarpssjónaukana í Hat Creek.
Stjörnufræðingur við útvarpssjónaukana í Hat Creek. AP

Umfangsmesta leit að lífi utan jarðarinnar sem nokkru sinni hefur farið fram hófst í Kaliforníu í dag þegar kveikt var á fjölda útvarpssjónauka sem nota á til að kemba himingeiminn. Alls er ætlunin að um 350 slíkir sjónaukar verði notaðir til að afla upplýsinga lengst utan úr geimnum, segir í tilkynningu frá Rannsóknarstofnun í leit að vitsmunalífi í geimnum (SETI) og Háskólanum í Kaliforníu í Berkeley.

Seth Shostak, stjörnufræðingur við SETI, sagði að sjónaukarnir sem kveikt var á í dag í Hat Creek suður af San Francisco margfaldi möguleikana á að leita að merkjum um vitsmunalíf í geimnum, og kunni að „leiða til þess að hugsandi verur finnist annarsstaðar í alheiminum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka