Konur vinna enn flest húsverkin

Við bryggjuna í Osló. Norskir karlmenn eru latir við húsverkin …
Við bryggjuna í Osló. Norskir karlmenn eru latir við húsverkin og láta konurnar um þrjá fjórðu þeirra. mbl.is/Golli

Karl­ar koma held­ur illa frá nýrri rann­sókn sem gerð var við haskól­ann í Stafangri. Í rann­sókn­inni var frammistaða kynj­anna við hús­verk­in könnuð í 34 lönd­um og var niðurstaðan í stuttu máli sú að kon­ur sjá enn að mestu um verk­in á heim­il­inu. Þá sýndi rann­sókn­in að Norður­lönd­in standa litlu fram­ar en aðrar Evr­ópuþjóðir hvað þetta varðar. Vefsíða danska blaðsins Politiken seg­ir frá þessu.

Dag­legt líf 18.000 para á aldr­in­um 25 til 65 ára var skoðað og þau spurð hve mikl­um tíma þau eyddu í viku hverri í mat­reiðslu, hrein­gern­ing­ar, til­tekt­ir, sam­veru með börn­um og inn­kaup.

Al­mennt þá sjá kon­ur um tvo þriðju hús­verk­anna á evr­ópsk­um heim­il­um en nokkru mun­ar þó milli landa. Sam­ræmi er t.d. milli stöðu kvenna í sam­fé­lag­inu al­mennt, og í Dan­mörku, þar sem kon­ur njóta meira jafn­rétt­is en víða ann­ars staðar er mun­ur­inn minnst­ur, eða aðeins sex klukku­stund­ir á viku.

Í þess­ari norsku rann­sókn koma Norðmenn sjálf­ir held­ur illa út en norsk­ar kon­ur eyða að meðaltali 12 klukku­stund­um á viku í hús­verk, en karl­ar aðeins 4. Kon­ur í Nor­egi vinna því um þrjá fjórðu heim­il­is­verk­anna.

Eng­inn telj­andi mun­ur var á hlut­fall­inu á Norður­lönd­um og ann­ars staðar og seg­ir Knud Knudsen, einn vís­inda­mann­anna sem gerði rann­sókn­ina, að þetta sé í sam­ræmi við jafn­rétti á at­vinnu­markaði, þar sem jöfnuði er hvergi nærri náð. Fáar kon­ur séu t.a.m. pró­fess­or­ar og verk­fræðing­ar á Norður­lönd­um, meðan kvenþjóðin sé nær alráð inn­an heil­brigðis­stétta.

Langdug­leg­ustu, kon­urn­ar, eða vinnuþjökuðustu, finn­ast hins veg­ar í Suður Am­er­íku, kon­ur í Chile eyða að meðaltali 38 klukku­stund­um í hús­verk og kon­ur í Bras­il­íu um 33 klukku­stund­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka