„Marsmyrkvi" á aðfangadag

Rauða stjarnan Mars.
Rauða stjarnan Mars. AP

Þeir sem horfa til him­ins um þrjú­leytið aðfaranótt aðfanga­dags gætu séð nokkuð óvenju­lega af­stöðu him­in­tungl­anna þegar reikistjarn­an Mars myrkv­ast af tungl­inu.

Mars er þessa dag­ana nokkuð áber­andi á himn­in­um enda eru jörðin og mars nú sömu meg­in við sólu og sést app­el­sínu­gul hátt á himni  bæði kvölds og morgna í tví­bur­amerk­inu.

Aðfaranótt mánu­dags mun full­ur mán­inn hins veg­ar „gleypa" Mars þegar reikistjarn­an hverf­ir við vinstri hlið tungls­ins og um hálf­tíma síðar mun plán­et­an birt­ast aft­ur hinu meg­in.

Ýmis­legt fleira er að ger­ast á Mars en vís­inda­menn Geim­ferðastofn­un­ar Banda­ríkj­anna, NASA, segja að lík­ur á að smá­st­irni muni rek­ast á reiki­stjörn­una   í næsta mánuði séu  1 á móti 75, sem telst nokkuð lík­legt á mæli­kv­arða stjörnu­fræðinn­ar.  Smá­st­irnið er áætlað svipað að stærð og það sem eyddi 60 millj­ón­um trjáa í Síberíu 1908. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert