Íslenskir vísindamenn hyggjast þjálfa Indverja í jöklarannsóknum

GOPAL CHITRAKAR

„Jöklar munu væntanlega hverfa enn fyrr í Himalaja en hér á landi á komandi árum vegna hlýnandi loftslags, en frekari rannsóknir þarf til þess að meta nánar hve lengi þeir endast. Óttast er að jöklar þar gætu meira eða minna horfið á næstu þrjátíu til sjötíu árum. Það hefði mjög mikil áhrif á alla búsetu sjö hundruð milljón manna á Indlandssléttunni þar sem stærstu árnar flytja leysingavatn frá jöklunum, svo sem Indus, Ganges og Brahmapurta,“ segir Helgi Björnsson, jarðeðlisfræðingur við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, um fyrirhugaða þátttöku Íslendinga í jöklarannsóknum í Himalaja-fjöllunum.

Að sögn Helga hefur forseti Íslands haft frumkvæði að því að setja á fót samstarf íslenskra og indverskra vísindamanna um jöklarannsóknir þar sem nýta mætti reynslu af áratuga starfi hér á landi sem á margan hátt er meiri en Indverja.

„Þessar rannsóknir felast í því að setja af stað mælingar eins og þær sem við höfum gert á Íslandi. Það er að rannsaka stærð jöklanna, gera kort af yfirborði þeirra og botni; meta síðan afkomu þeirra, það er hversu mikill snjór safnast á þá á hverju ári, hve mikið bráðnar og rennur burt til fallvatna og tengja það veðurþáttum.

Fylgst verður með hreyfingu jöklanna og settar upp veðurstöðvar og gögnin síðan notuð til að gera líkön af tengslum afkomu jökla og loftslags.

Að lokum verða gögnin og líkönin notuð til að spá fyrir um framtíðina út frá gefnum sviðsmyndum um hugsanlega loftslagsþróun á næstu árum, alveg á sama hátt og við höfum unnið hér á landi. Þessar niðurstöður verða síðan notaðar við mat á jöklabreytingum á næstu áratugum í Himalaja-fjöllunum og við allt skipulag um viðbrögð við þeim.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert