Vefur kortleggur ættarnöfn í heiminum

Opnaður hefur verið vefur sem kortleggur útbreiðslu ættarnafna í heiminum til að auðvelda fólki að leita uppruna síns og sjá hversu útbreitt nafnið er. Segja aðstandendur vefjarins aðsóknina hafa verið svo mikla að vefurinn anni henni ekki, og biðja gesti að sýna þolinmæði.

Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Vefurinn heitir Public Profiler og er byggður á 10,8 milljónum ættarnafna úr kjörskrám og símaskrám. Alls er á skrá vefjarins einn milljarður manna í 26 löndum.

BBC nefnir sem dæmi að ættarnafnið Beckham sé enskt að uppruna, en fleiri einstaklingar sem bera það séu þó í Bandaríkjunum en Bretlandi. En það hérað í heiminum með flesta Beckham-a er á Nýja Sjálandi.

Það voru landafræðingar við University College í London sem byggðu vefinn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert