Snjókoma á Mars

Könnunarfarið Phoenix, sem verið hefur á reikistjörnunni Mars frá því í maí, hefur sent frá sér upplýsingar sem benda til þess að þar snjói. Snjórinn var raunar bráðnaður áður en hann lenti á yfirborði Mars.

Búið er að ákveða að Phoenix verði í gangi lengur en upphaflega stóð til eftir að vatn fannst í „jarðvegssýni" sem farið tók. Vísindamenn vonast til að fá svör við spurningum um hvort líf hafi einhvern tímann verið að  finna á plánetunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert