Framtíðin er græn

Von er á 130.000 gestum á sýninguna, sem er haldin …
Von er á 130.000 gestum á sýninguna, sem er haldin í Las Vegas í Bandaríkjunum. AP

Það hversu umhverfisvæn, eða „græn“, raftæki eru mun hafa mikil áhrif á það hvort kaupendur kaupi það eður ei. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem var birt fyrir raftækjasýninguna CES (Consumer Electronic Show), sem hefst með formlegum hætti á morgun í Las Vegas í Bandaríkjunum.

Fram kemur að neytendur muni brátt leita eftir frekari upplýsingu varðandi áhrif tækisins á umhverfið og hvernig það var búið til.

Rannsóknin, sem Consumer Electronics Association (CEA) stóð að, bendir til þess að fólk verði reiðubúið að greiða hærra verð fyrir vörur sem sannanlega séu grænar. Þetta sé því orðinn einn þeirra þátta sem neytendur velta fyrir sér þegar þeir eru að íhuga kaup á tækjum.

Það er hins vegar varað við því að neytendur séu mjög efins varðandi fullyrðingar hátæknifyrirtækja um það hve græn raftæki þeirra séu í raun og veru, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins.

CES hefst með formlegum hætti á morgun og stendur til 11. janúar nk. Skipuleggjendur sýningarinnar eiga von á um 130.000 gestum. Um 2.700 fyrirtæki munu sýna vörur á sýningunni.

Vefur CES.

Starfsmenn hafa haft í nógu að snúast með að undirbúa …
Starfsmenn hafa haft í nógu að snúast með að undirbúa sýninguna. Hún hefst með formlegum hætti á morgun og stendur fram á sunnudag. AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka