Microsoft kynnir nýjan Explorer

Beta útgáfan af Internet Explorer 9.
Beta útgáfan af Internet Explorer 9.

Microsoft kynnti í dag nýja útgáfu af netvafra sínum og kallast hann Internet Explorer 9 (IE9). Vafrinn er nýjasta innlegg Microsoft í samkeppninni um netnotendur sem hefur farið harðnandi. Microsoft hefur tapað mjög vinsældum og hefur 97% forskot þeirra á markaðnum árið 2003 hrapað niður í 60% í dag.

IE9 er settur á markað til höfuðs vinsælustu vöfrunum, s.s. Firefox frá Mozilla og Chrome frá Google. Hinn nýji vafri Google hefur fengið góðar undirtektir á því tæpa ári sem liði er síðan hann var fyrst kynntur í desember 2008 og hefur hann nú um 7,5% markaðshlutdeild. Mozilla, sem sendi nýlega frá sér prufuútgáfu af Firefox 4, ræður um fjórðungi markaðarins á heimsvísu en í sumum löndum er Firefox langvinsælasti vafrinn.

Vinsældir margra vafra jukust þegar framkvæmdastjórn Evrópusambandsins þvingaði Microsoft til að bjóða notendum Windows stýrikerfisins að nota vafra af eigin vali, í stað þess að geta aðeins notað Explorer. IE9 er enn aðeins fáanlegur í prufuútgáfu en inniheldur ýmsar tækninýjungar sem Microsoft vonar að muni laða notendur aftur til sín.  
 
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert