Amerískir indíánar til Íslands árið 1000?

Flutti Leifur heppni frumbyggja með sér til Íslands frá Ameríku.
Flutti Leifur heppni frumbyggja með sér til Íslands frá Ameríku.

Vísindamenn segja, að genarannsóknir bendi til þess að amerískur frumbyggi hafi komið til Íslands í kringum árið 1000. Þessu hafa vísindamennirnir komist að því að rekja erfðafræðilegan uppruna íslenskrar fjölskyldu.  

Um er að ræða mannfræðirannsókn sem Sigríður Sunna Ebenesersdóttir vann fyrir deCode og birtist grein eftir hana um rannsóknina í American Journal of Physical Anthropology. Auk Sigríðar Sunnu eru greinarhöfundar Ásgeir Sigurðsson, Kári Stefánsson, Agnar Helgason, Federico Sanchez-Quinto og Carles Lalueza-Fox.

Breska blaðið Daily Telegraph fjallar um rannsóknina í dag. Vísað er til þess að í Íslendingasögunum komi fram að víkingar frá Íslandi hafi fundið Ameríku í kringum árið 1000. Rannsóknirnar bendi til þess að Íslendingarnir hafi flutt ameríska indíána með sér heim til Íslands. 

Telegraph hefur eftir Carles Lalueza-Fox, einum greinarhöfundi,  að líklega hafi indíánakona komið til Íslands frá meginlandi Norður-Ameríku í kringum árið 1000 og erfðavísar hennar endurspeglist í um 80 núlifandi Íslendingum. 

Hafi vísindamennirnir komist að þeirri niðurstöðu, að hægt væri að rekja þessa erfðavísa til sameiginlegra forfeðra, sem voru uppi í byrjun 18. aldar og bjuggu í nágrenni Vatnajökuls. Það útiloki upphaflegar kenningar um að rekja megi uppruna erfðavísana til Asíu.

„Vegna þess að eyjan var nánast einöngruð eftir tíundu öld er líklegasta kenningin, að þessir erfðavísar tengist amerískri konu, sem víkingar hafi flutt frá Ameríku í kringum árið 1000," hefur Telegraph eftir   Lalueza-Fox, sem starfar hjá Pompeu Fabra háskólanum á Spáni.

Kristófer Kólumbus sigldi fyrst til Ameríku tæpum 500 árum síðar.

Frétt Telegraph

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka