ESB rannsakar Google

Reuters

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið rannsókn á því hvort Google hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína, en önnur fyrirtæki sem reka leitarvélar á netinu hafa lagt fram formlega kvörtun vegna málsins.

ESB skoðar nú hvort Google hafi haft áhrif á það hvar samkeppnisaðilar fyrirtækisins birtast við leit í leitarvélinni, en kvartað hefur verið undan því að þjónusta Google birtist ofar en þjónusta annarra þegar búið er að slá inn leitarorð.

Rannsóknin hófst í kjölfar kvartana frá bresku vefsíðunni Foundem, sem ber saman verð, og frönsku lögfræðileitarvélinni ejustice.fr.

Þá mun ESB einnig rannsaka auglýsingar Google á netinu.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka