Facebook-sími ekki á döfinni

Mark Zuckerberg.
Mark Zuckerberg. AFP

Engar áætlanir eru uppi um það hjá aðstandendum samskiptavefsins Facebook að hanna snjallsíma, en orðrómur hefur verið uppi þess efnis. Stofnandi Facdebook, Mark Zuckerberg, blés á allar slíkar sögusagnir. Hann sagði fall á verði hlutabréfa í fyrirtækinu vonbrigði.

„Það er engin ástæða til að hanna slíkan síma,“ sagði Zuckerberg á tækniráðstefnu í San Fransisco í dag. Hann sagði að þrátt fyrir mikið verðfall í bréfum í Facebook á hlutabréfamarkaði, yrði stefnu fyrirtækisins ekki breytt að neinu leyti.

„Auðvitað eru þetta vonbrigði,“ sagði hann. „En við munum halda áfram að tengja heiminn saman.“

Þetta var í fyrsta skiptið sem Zuckerberg gaf kost á viðtölum frá því að Facebook fór á hlutabréfamarkað í maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert