„Utanvegaaksturinn“ á Mars

Geimjeppinn Forvitni sem ferðast nú um Mars á vegum NASA, hefur skilið eftir sig spor á rauðu plánetunni sem líkja má við för eftir utanvegaakstur í íslenskri auðn. Það er þó ómögulegt að bera þetta tvennt saman, Forvitni er eitt fyrsta farartækið sem fer um Mars.

Fyrir helgi tók Forvitni sér hvíld frá ferðalaginu og gerði könnun á búnaði sínum. Í leiðinni tók vélmennið nokkrar sjálfsmyndir. Forvitni er miklum tækjum búið enda kostaði smíð þess 2,5 milljarða Bandaríkjadala.

Jeppinn hefur nú verið á Mars frá því 6. ágúst en hlutverk hans er m.a. að safna upplýsingum um andrúmsloftið, landslagið og jarðfræði plánetunnar. Mun jeppinn bæði bora í yfirborðið og skófla upp jarðvegssýnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert