Forvitni í gömlum árfarvegi

Á myndinni sem Forvitni tók sést klöpp með smásteinum sem …
Á myndinni sem Forvitni tók sést klöpp með smásteinum sem vísindamenn telji að hafi slípast til í vatni. NASA

Sjö vik­ur eru liðnar síðan Marsjepp­inn For­vitni (e. Curi­osity) lenti á yf­ir­borði Mars og nú þegar hef­ur hann safnað gögn­um sem renna stoðum und­ir þá kenn­ingu að vatn hafi áður fyrr runnið um rauðu plán­et­una.

Nýj­ustu mynd­irn­ar frá For­vitni sýna kletta gerða úr grjóti og sandi og segja vís­inda­menn að stærð og lög­un smá­stein­anna í klett­in­um bendi til þess að þeir hafi slíp­ast til í renn­andi vatni. Telja þeir að jepp­inn hafi fundið forna ár­far­vegi. 

Á stutt­um blaðamanna­fundi sem NASA boðaði til í dag kom fram að vís­inda­menn­irn­ir teldu lík­legt að stein­arn­ir hefðu legið á yf­ir­borðinu í millj­arða ára. Renn­andi vatn kynni þó að hafa runnið um yf­ir­borðið á löng­um tíma­bil­um.

Gervi­hnatta­mynd­ir af Mars hafa lengi sýnt skurði á yf­ir­borðinu sem vel má ímynda sér að hafi mynd­ast í ein­hvers kon­ar streymi, sem gengið er út frá að hafi verið renn­andi vatn. Ljós­mynd­irn­ar sem For­vitni tók styrkja þessa kenn­ingu.

Vís­inda­menn­irn­ir rann­saka nú mynd­irn­ar af gaum­gæfni og segja að stærð og lög­un smá­stein­anna muni geta gefið vís­bend­ing­ar um hversu hratt vatnið rann á sín­um tíma og um hve langa vegu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert