Hvítur hlutur sem geimjeppinn Forvitni fann á Mars hefur vakið forvitni vísindamanna NASA. Sumir telja að hluturinn sé kominn frá mönnum.
Forvitni er þessa dagana að safna ryki og steinum af yfirborði mars. Þar sem jeppinn er í raun mjög fullkomin rannsóknarstöð mun hann núna greina það sem hann skóflar upp. Því á enn eftir að koma í ljós úr hverju hvíti hluturinn er.
Vísindamenn sem skoðað hafa myndirnar af hvíta hlutnum nákvæmlega segja hugsanlegt að um sé að ræða manngerðan hlut, líkan þeim sem Forvitni fann fyrr í mánuðinum og var líklega plast úr geimjeppanum sjálfum.
Fleiri en einn skær hlutur hefur komið upp í greftri Forvitni.
Forvitni hefur nú verið á Mars í tvo og hálfan mánuð.