Forvitni datt í lukkupottinn

Myndir Forvitni frá Yellowknife Bay í Gale-gígnum á Mars.
Myndir Forvitni frá Yellowknife Bay í Gale-gígnum á Mars. AFP

Fyrsta borsýnið sem tekið verður á Mars verður úr jarðlagi sem í eru æðar með gifssteindum. Vísindamennirnir sem stjórna leiðangri geimjeppans Forvitni á Mars, segja að nú sé jeppinn „kominn í sælgætisbúðina“ - lægsta punkt Gale-gígsins. Þar fyrirfinnast margvísleg jarðefni sem gætu aðeins hafa orðið til með aðkomu vatns.

Vísindamaðurinn John Grotzinger, segir staðinn lukkupott - þar fyrirfinnist jarðlög með brotum og æðum margvíslegra steinda og holufyllinga. Það er í raun tilviljun að lukkupotturinn fannst. Ákveðið var að Forvitni færi í smá útúrdúr frá fyrirhuguðu ferðalagi með þessum jákvæðu afleiðingum.

Gert er ráð fyrir að Forvitni byrji að bora síðar í mánuðinum. Jeppinn mun grafa fimm holur sem verða hver um sig 5 cm að dýpt inn í bergið. Jarðefnin sem safnað verður verða svo greind í rannsóknarstöð jeppans.

Borunin er flóknasta verkefni Forvitni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert