Ný bresk rannsókn sýnir fram á að marktækt samband er á milli bólusetningar gegn svínainflúensu með bóluefninu Pandemrix og drómasýki hjá börnum og unglingum.
Þetta kemur fram í grein sem birtist í vísindatímaritinu BMJ (British Medical Journalann þann 26. febrúar sl., samkvæmt frétt á vef landlæknisembættisins. Þar kemur fram að áður hafa birst niðurstöður um marktækt samband bólusetningarinnar og drómasýki í þessum aldurshópum í Finnlandi og Svíþjóð en ekki í öðrum löndum.
Á Íslandi hefur ekki sést marktækt samband á milli bólusetningar með Pandemrix og drómasýki.