Enn von til að sjá norðurljós í kvöld

Þeir sem misstu af norðurljósasýningunni sem prýddi næturhimininn í gær eiga enn möguleika á að berja undrið augum, því samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands mun enn vera von til að sjá norðurljós í kvöld þar sem léttskýjað verður sunnan -g vestanlands.

Mælingar benda engu að síður til þess að mesta virkni norðurljósa, í tengslum við kórónugos föstudagsins í sólinni sé nú afstaðin. 

Áhugamenn um stjörnuskoðun þurfa þó ekki að örvænta ef að norðurljósin láta ekki á sér kræla í kvöld. Reikistjarnan Júpíter er nú stödd í nágrenni tunglsins en einnig er hægt að sjá stjörnuna Aldebaran sem einnig er þekkt sem tarfsaugað. Ef að áhugasamir hafa með sér góða sjónauka eða stjörnukíki er hægt að sjá Galileo-tunglin svonefndu í kringum Júpíter.

Þá er einnig hugsanlegt að hægt verði að sjá halastjörnuna PanStarrs stuttu eftir sólsetur með berum augum. Hún er hins vegar mjög dauf og lágt á himni.

Bloggsíða Stjörnufræðivefjarins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert