Magnaðar myndir frá Mars

Frá Mars.
Frá Mars. www.uahirise.org

Öflug­asta mynda­vél í heimi er staðsett á könn­un­ar­fari NASA sem hef­ur sveimað í kring­um Mars frá ár­inu 2006. Á þeim tíma hef­ur hún tekið ógrynni mynda, sem meðal ann­ars nýtt­ust við að velja lend­ing­arstað fyr­ir geimjepp­ann Curi­osity eða For­vitni. Mynd­irn­ar eru öll­um aðgengi­leg­ar á net­inu og Íslend­ing­ur kem­ur að verk­efn­inu.

„Þetta er fyrsta NASA-vefsíðan á ís­lensku,“ seg­ir Sæv­ar Helgi Braga­son, formaður Stjörnu­skoðun­ar­fé­lags Seltjarna­ness, sem þýðir texta síðunn­ar á ís­lensku. „Þessi leiðang­ur, sem heit­ir Mars Reconnaiss­ance Or­biter, hef­ur tekið marg­ar stór­glæsi­leg­ar mynd­ir af yf­ir­borði reiki­stjörn­unn­ar og sér einnig um að koma öll­um gögn­um geimjepp­ans For­vitni til jarðar.“

Bara til á Íslandi og Mars

Sæv­ar seg­ir að mynd­irn­ar séu tekn­ar af af­mörkuðum svæðum á Mars. „Það er verið að skoða staðbundna jarðfræði á reiki­stjörn­unni í því skyni að kanna plán­et­una og læra um hana. Hér er verið að sýna þessa plán­etu, sem mörg­um þykir spenn­andi, í allt öðru ljósi. Hún er ger­ólík jörðinni að mörgu leyti en samt svo lík. Til dæm­is fund­ust þarna jarðfræðifyr­ir­bæri sem bara hafa fund­ist á tveim­ur stöðum í sól­kerf­inu; á Mars og á Íslandi.“

Er líf á Mars? „Það hef­ur að minnsta kosti ekki náðst enn á mynd,“ svar­ar Sæv­ar.

Frá Mars.
Frá Mars. www.ua­hirise.org
Frá Mars.
Frá Mars. www.ua­hirise.org
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert