Magnaðar myndir frá Mars

Frá Mars.
Frá Mars. www.uahirise.org

Öflugasta myndavél í heimi er staðsett á könnunarfari NASA sem hefur sveimað í kringum Mars frá árinu 2006. Á þeim tíma hefur hún tekið ógrynni mynda, sem meðal annars nýttust við að velja lendingarstað fyrir geimjeppann Curiosity eða Forvitni. Myndirnar eru öllum aðgengilegar á netinu og Íslendingur kemur að verkefninu.

„Þetta er fyrsta NASA-vefsíðan á íslensku,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnaness, sem þýðir texta síðunnar á íslensku. „Þessi leiðangur, sem heitir Mars Reconnaissance Orbiter, hefur tekið margar stórglæsilegar myndir af yfirborði reikistjörnunnar og sér einnig um að koma öllum gögnum geimjeppans Forvitni til jarðar.“

Bara til á Íslandi og Mars

Sævar segir að myndirnar séu teknar af afmörkuðum svæðum á Mars. „Það er verið að skoða staðbundna jarðfræði á reikistjörnunni í því skyni að kanna plánetuna og læra um hana. Hér er verið að sýna þessa plánetu, sem mörgum þykir spennandi, í allt öðru ljósi. Hún er gerólík jörðinni að mörgu leyti en samt svo lík. Til dæmis fundust þarna jarðfræðifyrirbæri sem bara hafa fundist á tveimur stöðum í sólkerfinu; á Mars og á Íslandi.“

Er líf á Mars? „Það hefur að minnsta kosti ekki náðst enn á mynd,“ svarar Sævar.

Frá Mars.
Frá Mars. www.uahirise.org
Frá Mars.
Frá Mars. www.uahirise.org
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert