Ættartengslin í lófanum

Íslendinga-app.
Íslendinga-app.

Ætt­fræðiá­hugi Íslend­inga er nær ein­stak­ur á heimsvísu og minnkaði hann ekki með til­komu Íslend­inga­bók­ar. Á morg­un verður stigið næsta skref og ætt­fræðigrunn­ur Íslend­inga­bók­ar gerður aðgengi­leg­ur í snjallsím­um með Android-stýri­kerfi. Því má segja að Íslend­ing­ar geti verið með ætt­artengsl­in í lóf­an­um.

Íslensk erfðagrein­ing og Há­skóli Íslands efndu ný­verið til keppni meðal nema úr öll­um há­skól­um á Íslandi og Íslend­inga við nám í er­lend­um há­skól­um. Keppn­in geng­ur út á að búa til smá­for­rit, Íslend­inga-app, sem er í raun Íslend­inga­bók í snjallsím­an­um.

Tólf lið skráðu sig til leiks og sex þeirra skiluðu inn lausn­um fyr­ir skila­frest sem var um miðja viku. Í dag var svo opnað fyr­ir at­kvæðagreiðslu á sam­skipta­vefn­um Face­book þar sem al­menn­ing­ur get­ur komið sinni skoðun á fram­færi, en hún hef­ur nær jafnt vægi á við dóm­nefnd.

„Komið hafa fram mjög góðar hug­mynd­ir, mjög ný­stár­leg­ar hug­mynd­ir og fal­leg­ar út­færsl­ur,“ seg­ir Þórður Kristjáns­son sem sit­ur í dóm­nefnd­inni. „Ég geri ráð fyr­ir að fleiri en ein hug­mynd verði notuð, enda geng­um við út frá því að fleiri en aðeins hug­mynd­in í fyrsta sæti gæti orðið hluti af Íslend­inga­bók.“

Á morg­un fer fram kynn­ing á hug­mynd­um liðanna, hún hefst kl. 13 í hús­næði Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar við Sturlu­götu og er hún öll­um opin. Einnig má sjá beina út­send­ingu frá kynn­ing­unni. „Þar kynna liðin lausn­ir sína fyr­ir al­menn­ingi og dóm­nefnd. Og hægt verður að kjósa inni á Face­book meðan á kynn­ing­unni stend­ur en við ger­um ráð fyr­ir að loka fyr­ir kosn­ing­una fimmtán mín­út­um eft­ir að síðasta lið hef­ur kynnt sína lausn,“ seg­ir Þórður.

Formaður keppn­is­stjórn­ar stýr­ir kynn­ing­um liðanna á loka­degi. Handa­hóf ræður því í hvaða röð liðin fá að kynna lausn­ir sín­ar. Hvert lið fær 10 mín­út­ur til kynn­ing­ar á lausn sinni. Að þeim lokn­um gefst dóm­nefnd fimm mín­út­ur til fyr­ir­spurna og at­huga­semda. Niður­stöður dóm­nefnd­ar og al­menn­ings verða svo kynnt­ar í kjöl­farið.

Í fyrstu verðlaun er ein millj­ón króna sem liðsmenn skipta með sér auk þess sem gert er ráð fyr­ir því að vinn­ings­lausn­in verði nýtt sem viðbót fyr­ir Íslend­inga­bók.

Hér má nálg­ast lausn­ir liðanna:

Droid (Lið 1): 
http://​is­lend­inga.net/
htt­ps://​play.google.com/​store/​apps/​details?id=org.simmi.isl­bok­droid

Skyld­leik­ur (Lið 2):
htt­ps://​www.face­book.com/​skyld­leik­ur
htt­ps://​play.google.com/​store/​apps/​details?id=net.nem­ur.skyld­leik­ur
http://​skyld­leik­ur.nem­ur.net/

App búll­an (Lið 6):
htt­ps://​www.face­book.com/​Is­lend­inga­App­Hug­bunadar­bull­unn­ar
htt­ps://​not­end­ur.hi.is/~​job13/​bull­an/​Is­lend­inga­App.apk

Sad Eng­ineers Studi­os (Lið 7):
htt­ps://​play.google.com/​store/​apps/​details?id=is.ses.apps.is­lend­inga­app
htt­ps://​www.face­book.com/​Is­lend­inga­AppSES

Hverra manna? (lið 8):
htt­ps://​www.face­book.com/​pages/​Hverra-Manna-Ertu/​516152051759734
htt­ps://​www.face­book.com/​hverra­manna­ertu.app.9?fref=ts
http://​users.metropolia.fi/~​ell­ertk/​Hverra­Mann­a2.apk

Klár­inn (lið 11):
http://​is­lend­inga­app.blog­spot.com/

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert