NASA prófar nýjan könnunarjeppa

Könnunarjeppinn í Atacama eyðimörkinni.
Könnunarjeppinn í Atacama eyðimörkinni. AFP

Vísindamenn bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA eru um þessar mundir í Atacama-eyðimörkinni í Síle að prófa frumgerð af könnunarjeppa sem til stendur að senda til plánetunnar Mars árið 2020.

Annar könnunarjeppi, sem nefnist Forvitni (e. Curiosity), er á Mars en honum var skotið á loft 26. nóvember árið 2011. Forvitni er ætlað að rannsaka hvort aðstæður á Mars hafi einhvern tímann verið heppilegar fyrir örverulíf en að auki hefur jeppinn verið í leit að vatni.

Til þessa hefur Forvitni aflað mikilla upplýsinga um gerð plánetunnar.

Vísindamenn vonast til að hægt verði að nota Marsjeppann, sem nú er í prófun, til þess að rannsaka plánetuna enn frekar. 

Atacama-eyðimörkin er eitt þurrasta svæði veraldar og segja vísindamenn geimferðastofnunarinnar aðstæður þar henta vel til þess að prófa könnunarjeppann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert