Geimjeppinn Forvitni hefur nú verið á plánetunni Mars í heilt ár. Jarðarbúar hafa fylgst náið með uppgötvunum og ferðum rannsóknarfarsins sem m.a. hefur það að markmiði að rannsaka hvort líf hafi einhvern tímann þrifist á rauðu plánetunni.
Forvitni heldur sinni vinnu áfram þrátt fyrir tímamótin en stjórnendur hans á jörðu niðri fagna áfanganum.