Vona að halastjarnan ISON sjáist frá Íslandi

Þessi mynd af ISON var tekin af Hubble sjónaukanum 17. …
Þessi mynd af ISON var tekin af Hubble sjónaukanum 17. október sl. -

Stjörnuskoðunarmenn víða um heim fylgjast nú spenntir með halastjörnunni ISON sem fannst í september 2012. Hún nálgast nú sólina og fer hársbreidd framhjá henni 28. nóvember en birtist vonandi aftur á morgunhimninum í byrjun desember.

Á vef Stjörnufræðivefsins segir að í byrjun desember gæti  ISON orðið björt og fögur lágt á himninum yfir Íslandi. Hve áberandi hún verður sé ómögulegt að segja til um fyrr en í ljós er komið, hvort hún stendur af sér ferðalagið framhjá sólinni. Engin merki séu um að hún hafi tvístrast enn sem komið er.

Í byrjun desember mun halastjarnan sjást best á morgunhimninum í aust-suðaustri, rétt fyrir sólarupprás. Hún verður mjög lágt á lofti, svo gæta þarf þess að fjöll og byggingar skyggi ekki á útsýnið. Þegar líður á hækkar hún á lofti en dofnar að sama skapi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert