<span><span><span>Heimasíða Vodafone á Íslandi er ekki aðgengileg þess stundina, vegna ákvörðunar fyrirtækisins í nótt um að loka tímabundið fyrir aðgang að síðunni. Lokunin er liður í aðgerðaáætlun fyrirtækisins vegna netárásar sem gerð var á heimasíðuna.</span></span></span>
Ekkert bendir til þess að trúnaðarupplýsingar hafi komist í hendur óviðkomandi en unnið er markvisst að greiningu á öllum þáttum árásarinnar, samkvæmt upplýsingum frá Vodafone.
Opnað verður fyrir aðgang að síðunni í áföngum á næstu klukkustundum og verður fyrst um sinn lokað fyrir aðgang að henni frá útlöndum.