Geimjeppinn Forvitni sem nú hefur ekið um plánetuna Mars í rúmt ár, hefur í fyrsta sinn ekið fram á þurran jarðveg sem talinn er geta verið uppþornað stöðuvatn.
Ekkert vatn er að finna á svæðinu en nú er Forvitni að bora eftir sýnum og samkvæmt fyrstu niðurstöðum gætu örverur hafa þrifist á svæðinu, hugsanlega fyrir um 3,6 milljörðum ára síðan.
Í jarðvegssýnum sem Forvitni rannsakaði var m.a. kolefni, nitur, súlfat og súrefni, „sem væru fullkomnar aðstæður fyrir einfalt örverulíf,“ segir í grein um málið í Science.