Netflix fer krókaleiðir til Frakklands

Sjónvarpsþjónustan Netflix verður bráðlega aðgengileg í Frakklandi. Vegna hárra verndarskatta mun þjónustan hins vegar koma frá nágrannaríkinu Lúxemborg. 

Sjónvarpsþjónustur þurfa að greiða 19,6% virðisaukaskatt í Frakklandi á meðan skatturinn er 7% í Lúxemborg. Með því að setja upp höfuðstöðvar sínar þar fetar Netflix í fótspor annarra fyrirtækja sem bjóða upp á svipaða þjónustu, líkt og Google og iTunes. Í Frakklandi þurfa sjónvarpsfyrirtæki að auki að greiða 20% af árlegum tekjum sínum til þess að niðurgreiða franskan kvikmynda- og sjónvarpsþáttaiðnað. Hafa Frakkar fengið svokallaða menningarlega undanþágu (fr. l'exception culturelle) frá regluverki Evrópusambandsins til þess að haga löggjöf sinni með þessum hætti. 

Netflix þjónustar einnig lönd í Skandínavíu og á Írlandi í gegnum höfuðstöðvar sínar í Lúxemborg. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert