Voru víkingar hræddir við eldgos?

Eldgos
Eldgos mbl.is/Rax

Ný dönsk rann­sókn bend­ir til þess að að ís­lensku vík­ing­arn­ir hafi ekki verið jafn af­slappaðir gagn­vart eld­gos­um og hingað til hef­ur verið haldið fram. Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í doktors­rann­sókn Mat­hi­as Nor­d­vig, við nor­rænu deild­ina við Há­skól­ann í Árós­um. Fjallað er um rann­sókn hans á vefn­um Science Nordic.

Þar er reynt að lýsa líðan vík­inga sem hafi ný­verið numið land á nýrri eyju og von­ast til þess að eiga þar gott líf. Dag einn, þegar þú ert úti við, byrj­ar jörðin að skjálfa og há­vær­ar drun­ur að heyr­ast. Skyndi­lega spring­ur næsti fjallstopp­ur og inn­gang­ur hel­vít­is blas­ir við, gló­andi hraun­mol­ar renna og fjallið spú­ir ösku í all­ar átt­ir. Á þess­um tíma voru eng­ar nátt­úru­leg­ar skýr­ing­ar til á slík­um ham­förum.

Í grein­inni er fjallað um stórt eld­gos á Íslandi árið 934, nokkr­um ára­tug­um eft­ir að vík­ing­ar námu hér land. Þar sem þeir komu frá lönd­um þar sem eld­fjöll þekkj­ast ekki höfðu þeir ekki hug­mynd um hvað væri að ger­ast þegar eld­gosið hófst. 

Það kem­ur Nor­d­vig á óvart hversu lítið er fjallað um eld­gos í sög­um héðan, þar sem lík­legt megi telj­ast að hver kyn­slóð hafi upp­lifað að minnsta kosti eitt eld­gos á æv­inni.

Í doktors­rit­gerð sinni reyn­ir Nor­d­vig að hrekja kenn­ing­ar um að vík­ing­arn­ir hafi haft litl­ar áhyggj­ur af eld­gos­um og talið þau eðli­leg­an hluta til­ver­unn­ar. Hann bend­ir á að í öll­um öðrum menn­ing­ar­sam­fé­lög­um frá þess­um tíma séu til sög­ur tengd­ar eld­fjöll­um í þeim lönd­um sem slík­ar eld­stöðvar er að finna. Bend­ir hann á sög­ur frá Nýja-Sjálandi, Havaí, Miðjarðar­hafslönd­um og Róma­veldi.

Hér er hægt að lesa nán­ar um doktor­s­verk­efnið

Eldgos í Eyjafjallajökli setti flugumferð víða um heim úr skorðum.
Eld­gos í Eyja­fjalla­jökli setti flug­um­ferð víða um heim úr skorðum. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son
Eldgos í Heimaey,
Eld­gos í Heima­ey, Ólaf­ur K. Magnús­son
Eldgos í Heimaey,
Eld­gos í Heima­ey, Ólaf­ur K. Magnús­son
Eldgos í Heimaey,
Eld­gos í Heima­ey, Ólaf­ur K. Magnús­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert