Vodafone lokar á Deildu og Piratebay

AFP

Vodafone hefur lokað aðgangi að völdum skráaskiptisíðum, Deildu og Piratebay, og frá og með deginum í dag komast viðskiptavinir fyrirtækisins ekki inn á síðurnar frá vistföngum Vodafone.

Í tilkynningu á vef Vodafone segir, að Sýslumaðurinn í Reykjavík hafi lagt lögbann að beiðni STEF við þeirri athöfn Vodafone og fleiri fjarskiptafyrirtækja að veita viðskiptamönnum sínum aðgang að völdum skráarskiptisíðum.

„Með vísun til fyrri tilkynninga og í ljósi fyrirtöku málsins hjá sýslumanni í morgun, hefur Vodafone nú lokað aðgangi að eftirtöldum síðum, eins og önnur fjarskiptafélög:

www.deildu.net
www.deildu.com
www.piratebay.se
www.piratebay.sx
www.piratebay.org

Viðskiptavinir munu þar af leiðandi ekki komast inn á ofangreindar síður frá vistföngum Vodafone frá og með deginum í dag,“ segir í tilkynningunni.

Síminn lokar á deildu.net

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert