Nýr og stærri fljúgandi Mjaldur

Beluga flutningavélar Airbus.
Beluga flutningavélar Airbus. AFP

Hvíti hvalur háloftanna, Mjaldur evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, er kominn aftur á teikniborðið og stendur til að stækka vöruflutningavélina töluvert. Nýju Mjaldrar Airbus munu geta borið tvo vængi A350 XWB breiðþotu Airbus í stað eins í dag.

Vöru­flutn­inga­vél­in var í fyrstu nefnd Air­bus A300-600ST en óvenju­leg lög­un vél­ar­inn­ar og sú staðreynd að hún er æði lík mjaldri (e. beluga whale), ljósleitum tann­hval­i úr Íshaf­inu, varð til þess að í dag­legu tali var hún ætíð kölluð Beluga. Nafnið fest­ist og Air­bus ákvað að gera það að op­in­beru heiti vél­ar­inn­ar.

Air­bus rek­ur fimm Mjaldra og hafa þeir frá jóm­frú­arflug­inu verið vinsælir hjá flugáhuga­mönn­um sem reka oft­ar en ekki upp stór augu þegar þeir sjá vélarnar taka á loft eða lenda. Þá leiðist þeim ekki að sjá þegar vél­in er opnuð en hún er notuð til þess að flytja flug­véla­hluta allra flug­véla Air­bus, nema stærstu hluta í A380 ofurþot­una, og virðist hrein­lega gleypa þá.

Í skrokk Maldurs Airbus má koma fyrir sjö fílum, 36 bifreiðum eða 671 manneskju.

Tuttugu ár voru í fyrra frá jómfrúarflugi Mjaldursins og þykir farið að slá í hann. Vélarnar fimm voru gerðar úr A300 farþegaþotum en þar sem framleiðslu þeirra hefur verið hætt munu nýju vélarnar verða gerðar úr A330 sem eru töluvert stærri. Óvenjulegri lögun vélarinnar verður einng haldið.

Nýjum Mjöldrum Airbus verður rúllað út af framleiðslulínu fyrirtækisins árið 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka