Slökkt á hliðrænu dreifikerfi RÚV á mánudag

Hliðræna kerfið hefur verið í notkun í hartnær 50 ár. …
Hliðræna kerfið hefur verið í notkun í hartnær 50 ár. Nýja kerfið nær til yfir 99,9% heimila á landinu. Það býður upp á meiri myndgæði og aukna þjónustu að sögn RÚV

Kafla­skil verða í ís­lenskri fjar­skipta­sögu 2. fe­brú­ar nk. en þá lýk­ur síðasta áfanga í upp­bygg­ingu á sta­f­rænu dreifi­kerfi Voda­fo­ne og RÚV og slökkt verður á hliðræna dreifi­kerf­inu sem þjónað hef­ur lands­mönn­um allt frá upp­hafi sjón­varps­út­send­inga árið 1966.

Útsend­ing­in verður þá al­farið á sta­f­rænu dreifi­kerfi sem þýðir stór­bætta þjón­ustu um allt land, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá RÚV.

Fram kem­ur, að stefnt hafi verið að þess­um áfanga allt frá því að RÚV og Voda­fo­ne gerðu með sér samn­ing um upp­bygg­ingu á sta­f­rænu dreifi­kerfi 1. apríl 2013. Hann er sá sjötti og síðasti í upp­bygg­ingu nýja kerf­is­ins – og lang­sam­lega sá stærsti. Þar með hætta hliðræn­ar út­send­ing­ar RÚV á höfuðborg­ar­svæðinu (bæði um VHF/​UHF og á ör­bylgju­dreifi­kerf­inu) auk þess sem líka verður slökkt á hliðræna dreifi­kerf­inu í Húna­vatns­sýsl­um, hluta Skaga­fjarðar, á Strönd­um og norðan­verðum Vest­fjörðum.

Nýja kerfið nær til 99,9% heim­ila

Jafn­framt þessu er tek­in í notk­un ný út­send­ing­ar­tækni sem hent­ar til háskerpu­út­send­inga. All­ir send­ar hafa verið sett­ir upp og háskerpu­út­send­ing­ar eru hafn­ar á flest­um svæðum. Um þess­ar mund­ir er unnið að því að opna á háskerpu­út­send­ing­ar á þeim send­um sem eft­ir eru.
Nýja kerfið nær til yfir 99,9% allra heim­ila á land­inu og með því stór­batna mynd­gæði í út­send­ingu. RÚV get­ur nú loks sent út til þjóðar­inn­ar allr­ar á tveim­ur sjón­varps­rás­um, RÚV og RÚV2, en önn­ur þeirra verður í HD, eða háskerpu. Fleiri einka­stöðvar verða send­ar út um sta­f­ræna kerfið og geta því þúsund­ir heim­ila í hinum dreifðu byggðum nú í fyrsta sinn séð fleiri sjón­varps­stöðvar en RÚV. Að auki er fjöldi út­varps­stöðva send­ur út með nýja kerf­inu til viðbót­ar við út­varps­rás­ir RÚV, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

„For­sag­an að upp­bygg­ingu nýs dreifi­kerf­is sjón­varps er sú að fyr­ir all­nokkr­um árum lá fyr­ir að út­send­ing­ar Rík­is­út­varps­ins þyrftu að fara úr hliðræn­um send­ing­um yfir í sta­f­ræn­ar. Flest­ar aðrar Evr­ópuþjóðir hafa gengið í gegn­um sams kon­ar breyt­ing­ar á síðustu árum. Sam­kvæmt Evr­ópu­til­skip­un lá fyr­ir að út­send­ing­ar hér á landi þyrftu að verða sta­f­ræn­ar. Rík­is­út­varpið stóð fyr­ir útboði á dreifiþjón­ustu sem lauk með því að samn­ing­ur var gerður við Voda­fo­ne árið 2013. Í kjöl­far þess hófst upp­bygg­ing á nýju sta­f­rænu dreifi­kerfi og sam­hliða því var byrjað að taka hliðræna kerfið niður . Á þessu tíma­bili hef­ur Rík­is­út­varpið því að hluta til rekið tvö­falt dreifi­kerfi.

Nýtt kerfi verður ör­ugg­ara en hið gamla auk þess sem það nýt­ir mun minni orku en hið eldra og er því um­hverf­i­s­vænna. Öll ný­leg sjón­vörp sem og öll sjón­vörp sem tengd eru mynd­lykli ná sta­f­ræn­um út­send­ing­um. Fyr­ir eldri sjón­vörp sem ekki eru tengd mynd­lykli er hægt að kaupa eða leigja sta­f­ræn­an mót­taka til að ná út­send­ing­um nýja kerf­is­ins,“ seg­ir enn­frem­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka