Áhrif myrkvans á orkuver í Evrópu voru minni en búist var við. Sérstaklega í Þýskalandi, þar sem 6% af orku landsins kemur er sólarorka, höfðu menn áhyggjur fyrir sólmyrkvann. Orkuverin voru undirbúin undir myrkvann og varaorka sem hægt var að nálgast, var höfð aðgengileg.
Alls minnkaði sólarorkuframleiðslan um 13 GW sem er talsvert undir því sem búist var við. Sólmyrkvinn stóð alls yfir í tvo til tvo og hálfan tíma. Útreikningar orkuversins byggðu á sólmyrkvanum sem átti sér stað árið 2003 og þá minnkaði framleiðslan um 38 GW.
Starfsmenn tengineta unnu á fullu, og var orka flutt til landsins frá nágrannaríkjum þar sem orkuframleiðslan byggir minna á sólarorku.
Sjá frétt Reuters.