Einstakt myndband af sólmyrkvanum

Myndbandið spannar 12 klukkustundir og sýnir breytinguna frá nóttu yfir …
Myndbandið spannar 12 klukkustundir og sýnir breytinguna frá nóttu yfir í morgun þegar sólmyrkvinn verður og aftur yfir í dagsbirtu. Mynd/Youtube skjáskot

Að morgni 20. mars á þessu ári stóðu marg­ir Íslend­ing­ar úti og fylgd­ust með sól­myrkv­an­um sem átti sér stað, en sjá mátti veru­leg­an deild­ar­myrkva og varð tals­vert dimmt um allt land. Einn þeirra sem hafði áhuga á þess­um viðburði var ljós­mynd­ar­inn Ágúst Sig­ur­jóns­son, en hann tók upp sól­myrkv­ann og hef­ur nú sett sam­an og birt sem hágæða „timelap­se“ mynd­band, en þá eru mynd­ir sett­ar sam­an þannig að úr verði mynd­band.

Sam­kvæmt stjörnu­fræðivefs­ins verður sól­myrkvi þegar tunglið geng­ur milli sól­ar og Jarðar og myrkv­ar sól­ina að hluta til eða í heild frá jörðu séð. Það ger­ist aðeins þegar sól­in, tunglið og jörðin eru í beinni línu (kallað raðstaða eða okstaða). Sól­myrkv­ar geta því ein­göngu orðið þegar tungl er nýtt. Við al­myrkva hyl­ur tunglið skífu sól­ar í heild sinni en við deild­ar- eða hring­myrkva er aðeins hluti sól­ar hul­inn

Sól­myrkvinn í ár náði há­marki í Reykja­vík klukk­an 9:37, en svo tók óðum til að birta á ný.

Í upp­lýs­ing­um sem fylgja mynd­band­inu seg­ir Ágúst að hann hafi vakað alla nótt­ina til að taka upp breyt­ing­una frá nóttu til sól­ar­upp­rás­ar til sól­myrkv­ans og svo aft­ur yfir til dags­birtu. Seg­ir hann að sjá megi norður­ljós, stjörn­ur, þoku og fullt af flug­vél­um á mynd­skeiðinu.

Und­ir­bún­ing­ur­inn tók að hans sögn lang­an tíma, en lengst­an tíma tók að vinna úr þeim tug­um þúsunda háskerpu mynd­um sem hann tók á tíma­bil­inu og búa til mynd­skeið úr þeim. Mynda­tak­an sjálf tók 12 klukku­stund­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert