Tvö gerólík hvel Plútós

Tvö gerólík hvel Plútós.
Tvö gerólík hvel Plútós. Af Stjörnufræðivefnum

Hvel dverg­reiki­stjörn­unn­ar Plútós virðast ger­ólík á nýj­um lit­mynd­um sem geim­farið New Horizons hef­ur tekið af henni. Á öðru hvel­inu eru breiðir blett­ir sem raðast upp með jöfnu milli­bili eft­ir miðbaugn­um. Upp­runi blett­anna er á huldu en New Horizons gæti varpað frek­ari ljósi á hann þegar það flýg­ur fram hjá eft­ir tvær vik­ur.

Blett­irn­ir eru að minnsta kosti fjór­ir og eru tæp­lega 500 kíló­metra breiðir. Hver þeirra er rúm­lega eitt og hálf Ísland að flat­ar­máli að því er kem­ur fram í frétt á Stjörnu­fræðivefn­um. Önnur ráðgáta er lita- og út­lits­mun­ur­inn á Plútó og stærsta tungli hans, Karon, sem er mun dekkra og grárra og skart­ar for­vitni­legri dökkri pól­hettu.

Lit­mynd­irn­ar voru sett­ar sam­an úr svart­hvít­um mynd­um sem LORRI-mynda­vél New Horizons tók af Plútó og Karon og lita­gögn­um í lægri upp­lausn frá Ralph-mæli­tæk­inu. Plútó og Karon sjást í því sem næst nátt­úru­leg­um lit, þ.e. eins og þau myndu birt­ast mannsaug­anu.

Báðar fyrr­nefnd­ar mynda­vél­ar eru byrjaðar að leita að hugs­an­leg­um skýj­um í loft­hjúpi Plútós. Ský verða notuð til að mæla vind­hraða og vindátt­ir í loft­hjúpi Plútós.

New Horizons flýg­ur fram hjá Plútó og tungl­um hans 14. júlí og þá verður von­andi hægt að varpa frek­ari ljósi á þessa leynd­ar­dóma og fleiri sem kerfið kann að geyma.

Frétt­in á Stjörnu­fræðivefn­um

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert