Plútó innan seilingar

Mynd sem New Horizons tók af Plútó laugardaginn 11. júlí.
Mynd sem New Horizons tók af Plútó laugardaginn 11. júlí.

And­lits­drætt­ir dverg­reiki­stjörn­unn­ar Plútós eru sí­fellt að verða skýr­ari, nú þegar inn­an við sól­ar­hring­ur er þar til New Horizons þeyt­ist fram hjá hnett­in­um. Á mynd­um sem farið hef­ur sent til baka er nú í fyrsta skipti hægt að greina lands­lag eins og gíga og kletta.

Níu og hálfs árs og fimm millj­arða kíló­metra ferðalagi New Horizons til Plútó lýk­ur á morg­un en í kring­um há­degi að ís­lensk­um tíma verður geim­farið í aðeins 12.500 kíló­metra fjar­lægð frá dverg­reiki­stjörn­unni. Þá mun það þjóta fram hjá Plútó og tungl­um hans á tæp­lega 50.000 km/​klst.

Eft­ir alla þessa bið þurfa íbú­ar jarðar­inn­ar hins veg­ar að bíða aðeins leng­ur eft­ir fyrstu gögn­un­um frá geim­far­inu. Hver ein­asta sek­únda fram­hjá­flugs­ins er þaul­skipu­lögð og til að há­marka þær at­hug­an­ir sem farið get­ur gert á þeim 22 klukku­stund­um sem það er næst Plútó­kerf­inu verður öll­um sam­skipt­um við það hætt.

Skýringar á kennileitum sem vísindamenn hafa greint í myndum frá …
Skýr­ing­ar á kenni­leit­um sem vís­inda­menn hafa greint í mynd­um frá New Horizons.

Fyrsta mynd­in aðfaranótt miðviku­dags

Nærri níu klukku­stund­um eft­ir fram­hjá­flugið mun New Horizons loks snúa loft­neti sínu í átt að jörðinni og byrja að senda þangað gögn, þar á meðal fyrstu nær­mynd­irn­ar af yf­ir­borði Plútós og Karons. Vegna þess hversu langt Plútó er frá jörðinni tek­ur það út­varps­merkið tæp­lega fjór­ar og hálfa klukku­stund að ber­ast til jarðar.

Bú­ist er við að fyrstu mynd­ir verði komn­ar til jarðar klukk­an 01:09 að ís­lensk­um tíma aðfaranótt miðviku­dags­ins 15. júlí, að því er kem­ur fram á Stjörnu­fræðivefn­um. Að þessu loknu halda rann­sókn­ir áfram næstu tvo mánuði. Hinn 14. sept­em­ber byrj­ar geim­farið að senda öll gögn óþjöppuð til jarðar og er bú­ist við því ljúki í nóv­em­ber 2016. Heild­ar­gagna­flutn­ing­ur­inn tek­ur því um eitt og hálft ár.

New Horizons mun þó senda 1% af helstu gögn­um sín­um til jarðar til 20. júlí, þar á meðal fjór­tán nær­mynd­ir LORRI-mynda­vél­ar­inn­ar og tvær mynd­ir Ralph-mæli­tæk­is­ins af Plútó, Karon, Nix og Hýdru.

Frétt á Stjörnu­fræðivefn­um um fram­hjá­flug New Horizons

Frétt á vef NASA um nýj­ar mynd­ir sem sýna kenni­leiti á Plútó

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert