Brostið hjarta Plútós

Falslitamyndir af Plútó og Karoni. Þær ýkja liti til að …
Falslitamyndir af Plútó og Karoni. Þær ýkja liti til að draga fram smáatriði á yfirborði hnattanna. NASA

Svæðið sem nefnt hef­ur verið „hjartað“ á Plútó er greini­lega brostið. Á falslita­mynd­um sem eitt mæli­tækja New Horizons hef­ur tekið af hnett­in­um sést að helm­ing­ur hjart­ans hef­ur aðra efna­sam­setn­ingu en hinn. Geim­farið læt­ur fyrst vita af sér eft­ir fram­hjá­flugið í dag klukk­an rúm­lega eitt í nótt.

Falslita­mynd­irn­ar sem New Horizons tók af Plútó og stærsta tungl­inu Karoni var tek­in með Ralph-mynda­vél­inni. Lit­irn­ir hafa verið ýkt­ir til að draga fram smá­atriði á yf­ir­borðum hnatta sem væru ill­merkj­an­leg­ir á hefðbundn­um lit­mynd­um, að því er kem­ur fram á Face­book-síðu Stjörnu­fræðivefs­ins.

„Mynd­ir sem þess­ar eru notaðar til að efna­greina ís­inn á yf­ir­borðinu. Eins og sjá má eru bæði yf­ir­borðin lit­rík sem seg­ir okk­ur að gerð og efna­sam­setn­ing þeirra eru fjöl­breytt. Sem dæmi er „hjartað“ á Plútó greini­lega brostið, þ.e. helm­ing­ur þess hef­ur ann­ars kon­ar efna­sam­setn­ingu en hinn. Norður­póll­inn á Karoni, sem er dökk­ur í sýni­legu ljósi, er rauður hér, senni­lega vegna flók­inna kol­efna­sam­banda. Sömu efni gera Plútó rauðbrún­an,“ seg­ir í færslu Stjörnu­fræðivefs­ins.

Stjórn­end­ur New Horizons hafa ekk­ert sam­band haft við farið frá því í gær­kvöldi til að það gæti ein­beitt sér að vís­inda­störf­um. Bú­ist er við að fyrsta merkið frá því ber­ist til jarðar klukk­an rúm­lega eitt í nótt. Fyrst þá munu menn vita hvort að allt sé í lagi með geim­farið eft­ir fram­hjá­flugið sem átti sér stað rétt fyr­ir há­degi að ís­lensk­um tíma í dag. Frétt­ir verða sagðar af því hér á mbl.is eft­ir því sem þær ber­ast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert