Nær í skottið á Plútó

00:00
00:00

Plútó er nú fjar­læg­asta fyr­ir­bæri sem full­trúi mann­kyns­ins hef­ur heim­sótt. New Horizons þeyt­ist nú fram hjá Plútó og rann­sak­ar sem mest það má. Ekki ligg­ur fyr­ir fyrr en í nótt hvort allt gekk að ósk­um en á meðan halda mynd­ir sem tekn­ar voru fyr­ir fram­hjá­flugið áfram að ber­ast til jarðar. 

Geim­farið verður næst dverg­reiki­stjörn­unni rétt fyr­ir kl. 11:49 að ís­lensk­um tíma og verður þá í aðeins um 12.500 kíló­metra fjar­lægð frá yf­ir­borðinu. Eng­in sam­skipti eiga sér nú stað milli geim­far­ins og jarðar svo að New Horizons geti eytt öll­um sín­um kröft­um í vís­inda­störf. Það verður ekki fyrr en eft­ir miðnætti að ís­lensk­um tíma sem geim­farið send­ir fyrsta merkið til jarðar og leiðang­urs­stjór­arn­ir geta áttað sig á hvort allt hafi gengið að ósk­um.

Gagna­flutn­ing­arn­ir á milli geim­far­ins og jarðar taka lang­an tíma enda eru um fimm millj­arðar kíló­metra á milli þeirra. Því er ekki bú­ist við fyrstu nær­mynd­un­um frá yf­ir­borði Plútós fyrr en annað kvöld að ís­lensk­um tíma.

Kon­ung­ur Kuiper-belt­is­ins

Í millitíðinni ber­ast hins veg­ar síðustu mynd­irn­ar sem New Horizons tók af Plútó fyr­ir fram­hjá­flugið sem eru þær skýr­ustu sem nokkru sinni hafa verið tekn­ar af hnett­in­um.

Fyrstu vís­ind­aniður­stöður New Horizons liggja þegar fyr­ir. Geim­farið hef­ur skorið úr um að Plútó er í raun stærsta fyr­ir­bærið í Kuiper-belt­inu svo­nefnda. Áður lá ekki ljóst fyr­ir hvor væri stærri, Plútó eða dverg­reikistjarn­an Eris sem upp­götu­vað var fyr­ir tíu árum.

Plútó reynd­ist aðeins stærri en menn höfðu talið áður, 2.370 kíló­metr­ar að þver­máli. Ef jörðin væri á stærð við fót­bolta væri Plútó þannig á stærð við golf­kúlu og stærsta tungl hans, Karon, á við jarðaber, að því er seg­ir á Face­book-síðu Stjörnu­fræðivefs­ins.

Mynd New Horizons af Plútó áður en framhjáflugið hófst. Hún …
Mynd New Horizons af Plútó áður en fram­hjá­flugið hófst. Hún er tek­in úr um 766.000 kíló­metra fjar­lægð sem er um það bil tvö­föld fjar­lægðin á milli jarðar­inn­ar og tungls­ins. NASA
Plútó og Karon í samanburði við stærð jarðarinnar.
Plútó og Karon í sam­an­b­urði við stærð jarðar­inn­ar. NASA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert