Myndirnar komnar til jarðar

Líkan af New Horizons í hagnýtri eðlisfræðideild Johns Hopskins-háskóla.
Líkan af New Horizons í hagnýtri eðlisfræðideild Johns Hopskins-háskóla. AFP

Geim­farið New Horizons hef­ur sent gögn til jarðar frá fram­hjá­flug­inu við Plútó í all­an dag. Fyrstu nær­mynd­irn­ar af yf­ir­borði dverg­reiki­stjörn­unn­ar verða kynnt­ar á blaðamanna­fundi NASA klukk­an 19 að ís­lensk­um tíma. Fylgst verður með fund­in­um í beinni lýs­ingu á mbl.is.

Auk nær­mynd­anna eiga gögn frá lit­rófs­mæl­um geim­fars­ins og lita­gögn um Plútó, Karon og fleiri tungl að hafa komið með fyrstu gagnapökk­un­um frá geim­far­inu, að því er Alan Stern, aðal­vís­indamaður leiðang­urs­ins, sagði á blaðamanna­fundi í nótt eft­ir að sam­band náðist við farið í fyrsta skipti eft­ir fram­hjá­flugið.

Hægt verður að fylgj­ast með því þegar fyrstu mynd­irn­ar verða birt­ar hér á mbl.is. Bein út­send­ing verður frá blaðamanna­fund­in­um á sjón­varps­rás NASA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert