Myndirnar komnar til jarðar

Líkan af New Horizons í hagnýtri eðlisfræðideild Johns Hopskins-háskóla.
Líkan af New Horizons í hagnýtri eðlisfræðideild Johns Hopskins-háskóla. AFP

Geimfarið New Horizons hefur sent gögn til jarðar frá framhjáfluginu við Plútó í allan dag. Fyrstu nærmyndirnar af yfirborði dvergreikistjörnunnar verða kynntar á blaðamannafundi NASA klukkan 19 að íslenskum tíma. Fylgst verður með fundinum í beinni lýsingu á mbl.is.

Auk nærmyndanna eiga gögn frá litrófsmælum geimfarsins og litagögn um Plútó, Karon og fleiri tungl að hafa komið með fyrstu gagnapökkunum frá geimfarinu, að því er Alan Stern, aðalvísindamaður leiðangursins, sagði á blaðamannafundi í nótt eftir að samband náðist við farið í fyrsta skipti eftir framhjáflugið.

Hægt verður að fylgjast með því þegar fyrstu myndirnar verða birtar hér á mbl.is. Bein útsending verður frá blaðamannafundinum á sjónvarpsrás NASA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert