New Horizons hringdi heim

00:00
00:00

„Við erum með heil­brigt geim­far, það hef­ur safnað gögn­um og við erum á leiðinni frá Plútó,“ lýsti Alice Bowm­an, leiðang­urs­stjóri New Horizons, yfir skömmu eft­ir að loft­net á jörðu niðri námu fyrsta út­varps­merkið frá geim­far­inu eft­ir að það flaug fram hjá Plútó í dag við mik­inn fögnuð.

Merkið barst þegar klukk­una vantaði um fimm mín­út­ur í eitt að ís­lensk­um tíma. Eft­ir að merkið náðist fór leiðang­urs­stjórn­in yfir stöðu undir­kerfa geim­fars­ins og staðfestu um­sjón­ar­menn þeirra einn af öðrum að öll kerf­in væru í góðu lagi.

Þó að það muni taka geim­farið um það bil sex­tán mánuði að skila öll­um gögn­un­um sem það aflaði í fram­hjá­flug­inu til jarðar bíða leiðang­urs­stjór­arn­ir og heims­byggðin spennt eft­ir morg­un­deg­in­um (15. júlí). Um klukk­an 19 að ís­lensk­um tíma ætti fyrsta nær­mynd­in af yf­ir­borði Plútós sem New Horizons tók þegar það fór sem næst dverg­reikistjön­unni að skila sér til jarðar.

„Þetta er bara byrj­un­in. Við höf­um ekki séð neitt ennþá,“ sagði John Gruns­feld, aðstoðarfor­stöðumaður vís­inda­leiðangra NASA á blaðamanna­fundi eft­ir að merkið barst frá geim­far­inu.

Alan Stern, aðal­vís­indamaður leiðang­urs­ins, sagði að aðeins gögn um ástand geim­fars­ins hafi verið send til jarðar að þessu sinni og sam­skipt­in hafi vilj­andi verið höfð sem styst. Um leið og New Horizons hafði gefið stöðuskýrslu sneri það sér aft­ur að at­hug­un­um á Plútó­kerf­inu.

Lengri sam­skipta­gluggi verður opnaður klukk­an tæp­lega 10 ár­deg­is að ís­lensk­um tíma og mun hann standa yfir í nokkr­ar klukku­stund­ir. Á meðal þeirra gagna sem þá eiga að ber­ast eru nýj­ar mynd­ir af Plútó í tíu sinn­um hærri upp­lausn en þær sem það hef­ur áður sent, upp­lýs­ing­ar frá lit­rófs­mæli og lit­mynd­ir af Plútó, Karoni og fleiri tungl­um. Mynd­irn­ar verða birt­ar á blaðamanna­fundi NASA kl. 19 að ís­lensk­um tima.

Frá leiðangursstjórn New Horizons í John Hopskins-háskóla í Maryland í …
Frá leiðang­urs­stjórn New Horizons í John Hopskins-há­skóla í Mary­land í Banda­ríkj­un­um. NASA
Líkan af New Horizons í Johns Hopskins-háskóla.
Lík­an af New Horizons í Johns Hopskins-há­skóla. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert