Merki um áður óþekkta virkni

Yfirborð Karons virðist miklu yngra en talið var. Búist var …
Yfirborð Karons virðist miklu yngra en talið var. Búist var við að tunglið væri alsett loftsteinagígum sem er merki um fornt yfirborð. AFP

Ung­leg yf­ir­borð Plútós og Karons gætu breytt hug­mynd­um um jarðvirkni í smá­um ís­hnött­um í sól­kerf­inu. Fram til þessa hafa menn talið að þeir væru dauðir að inn­an nema fyr­ir til­stilli flóðkrafta reikistjarna. Fyrstu mynd­ir af Plútó­kerf­inu benda hins veg­ar til þess hnett­irn­ir gætu enn verið virk­ir.

New Horizons-teymið kynnti fyrstu mynd­irn­ar sem geim­farið sendi til baka eft­ir að það flaug fram hjá Plútó og tungl­um hans í fyrra­kvöld. Fyr­ir­fram höfðu menn gert ráð fyr­ir að yf­ir­borð Plútós og stærsta tungls­ins, Karons, væru al­sett loft­steinagíg­um eft­ir árekstra yfir millj­ón­ir ára.

Sú reynd­ist þó alls ekki raun­in. Eng­ir gíg­ar voru sjá­an­leg­ir á mynd­inni frá Plútó og mun færri á Karoni en vænst hafði verið. Það bend­ir til þess að yf­ir­borð hnatt­anna séu enn í mót­un. Há fjöll úr vatns­ís sáust á yf­ir­borði Plútós og ógur­leg gljúf­ur á tungl­inu Karoni.

„Bara með því að horfa á mynd­ina telj­um við að [yf­ir­borðið] sé lík­lega inn­an við hundrað millj­ón ára gam­alt. Það gæti verið virkt núna. Þar sem það eru eng­ir gíg­ar þá get­um við bara ekki sett lægri mörk á hversu virk hann gæti verið,“ sagði John Spencer, einn þeirra sem fara fyr­ir jarðfræðirann­sókn­um New Horizons-leiðang­urs­ins, á blaðamanna­fund­in­um sem var hald­inn í fyrra­kvöld.

Nærmynd af Plútó sem sýnir fjöll sem eru á fjórða …
Nær­mynd af Plútó sem sýn­ir fjöll sem eru á fjórða kíló­metra á hæð, lík­lega úr vatns­ís. Eng­ir loft­steinagíg­ar eru sjá­an­leg­ir á mynd­inni. AFP

Flóðkraft­arn­ir aflaga tunglin og hita þau upp

Jörðin er jarðfræðilega virk­ur hnött­ur enda eru innviðir henn­ar enn heit­ir frá því að hún myndaðist fyr­ir um það bil 4,6 millj­örðum ára. Jarðvirkni og hiti vegna hrörn­un­ar geisla­virkra efna eins og á sér stað á jörðinni hef­ur fram að þessu verið tal­in hafa fjarað út fyr­ir löngu á smærri hnött­um í sól­kerf­inu, eins og tungl­inu okk­ar og ístungl­um gasris­anna.

Jarðvirkni er vissu­lega þekkt á minni hnött­um, sér­stak­lega á Íó sem er eld­virk­asti hnött­ur sól­kerf­is­ins, og á Enceladusi, tungli Sa­t­úrnus­ar þar sem merki um ís­hveri hafa fund­ist. Sú virkni er hins veg­ar til­kom­inn vegna gríðarlegra flóðkrafta frá reiki­stjörn­un­um sem tunglin ganga um.

Á jörðinni veld­ur tunglið sjáv­ar­föll­um með flóðkrafti sín­um. Flóðkraft­ar gasris­anna Júpíters og Sa­t­úrnus­ar eru hins veg­ar svo sterk­ir að þeir aflaga tunglin sem mynd­ar nún­ings­varma í innviðum þeirra, að því er seg­ir á Stjörnu­fræðivefn­um. Jarðhiti af þessu tagi er tal­inn grund­völl­ur þess að fljót­andi vatn geti verið að finna und­ir ís­skorpu Galí­leó­tungls­ins Evr­ópu og knýr eld- og ís­virkni á Íó og En­keladusi.

Samsett mynd af eldvirka tunglinu Íó við Júpíter frá því …
Sam­sett mynd af eld­virka tungl­inu Íó við Júpíter frá því að New Horizons flaug þar fram hjá árið 2007. NASA/​Johns Hopk­ins Uni­versity App­lied Physics La­boratory/​Sout­hwest Rese­arch Institu­te/​Godd­ard Space Flig­ht Center

Alan Stern, aðal­vís­indamaður New Horizons-leiðang­urs­ins, tók það hins veg­ar skýrt fram á blaðamanna­fund­in­um í gær, að ef Plútó og Karon séu í raun og veru jarðfræðilega virk­ir hnett­ir eins og mynd­irn­ar bendi til þá sé það ekki fyr­ir til­stilli flóðkrafta. Snún­ing­ur hnatt­anna er bund­inn, þ.e.a.s. þeir snúa alltaf sömu hliðinni hvor að öðrum. Þeir togi því lítið hvor í ann­an og hafi ekki gert í óra­tíma.

„Þetta seg­ir okk­ur að þú þurf­ir ekki hit­un af völd­um flóðkrafta til þess að knýja áfram jarðvirkni á ístungl­um. Það er virki­lega mik­il­væg upp­götv­un sem við gerðum núna í [fyrra­dag],“ sagði John Spencer.

Stórfurðuleg jarðfræði að eiga sér stað

„Maður nán­ast missti sig þegar maður sá mynd­irn­ar í fyrra­dag. Þetta er svo miklu áhuga­verðara en held ég að nokk­ur hafi bú­ist við og miklu fjöl­breytt­ara. Þarna er bara ein­hver stórfurðuleg jarðfræði að eiga sér stað og það verður ótrú­lega gam­an að sjá hvað kem­ur út úr öll­um þeim rann­sókn­um,“ seg­ir Sæv­ar Helgi Braga­son, rit­stjóri Stjörnu­fræðivefs­ins og formaður Stjörnu­skoðun­ar­fé­lags Seltjarn­ar­ness.

„Hvernig í ver­öld­inni fær maður svona há fjöll úr ísi­lögðu yf­ir­borði og af hverju eru eng­ir gíg­ar? Hvaða ferli eru þetta sem knýja áfram þess­ar breyt­ing­ar sem eru á hnett­in­um?“ seg­ir hann.

Fyr­ir ferðina hafi menn nán­ast ekk­ert vitað um Plútó en þeir hafi átt von á að hann líkt­ist Trítóni, tungli Neptúnus­ar, sem er áþekk­ur að lit. Plútó líti hins veg­ar út fyr­ir að vera miklu áhuga­verðari hnött­ur en Trítón.

„Það gæti verið eitt­hvað í lík­ingu við íseld­fjöll svipuð og við sjá­um á Trít­oni, þó að við sjá­um þau ekki á þess­um fyrstu mynd­um að minnsta kosti,“ seg­ir Sæv­ar Helgi.

Sér­stak­lega seg­ir hann þó Karon hafa komið á óvart og hversu ótrú­lega ungt yf­ir­borðið líti út fyr­ir að vera. 

„Það eru bara fullt af skrýtn­um hlut­um þarna sem menn munu vænt­an­lega klóra sér mikið í hausn­um við að út­skýra,“ seg­ir hann.

Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness.
Sæv­ar Helgi Braga­son, formaður Stjörnu­skoðun­ar­fé­lags Seltjarn­ar­ness. Babak Tafres­hi/​Nati­onal Geograp­hic

Neðanj­arðar­haf gæti viðhaldið jarðhit­an­um

Eins og gef­ur að skilja hafa vís­inda­menn­irn­ir ekki haft lang­an tíma til að fara yfir gögn­in úr geim­far­inu og lang­stærst­ur hluti þeirra á enn eft­ir að skila sér til jarðar. Því geta þeir aðeins getið sér til um hvað gæti valdið því að Plútó og Karon séu enn virk­ir hnett­ir.

Þeir mögu­leik­ar sem New Horizons-teymið velti upp í fyrra­dag voru meðal ann­ars þeir að Plútó og Karon gætu þeir haldið í jarðhita sinn af völd­um hrörn­un­ar geisla­virkra efna mun leng­ur en vís­inda­menn töldu mögu­legt.

„Þetta gæti sagt okk­ur að jafn­vel á mjög smá­um hnött­um, ef þeir eru úr ís, þá sé hiti vegna geisla­virkni verið nægi­leg­ur til að skapa svona virkni,“ sagði Spencer.

Einnig er talið mögu­legt að höf hafi verið að finna und­ir yf­ir­borði Plútós og Karons sem hafi frosið löt­ur­hægt. Við það hafi hiti losnað út í skorpu hnatt­anna yfir lang­an tíma.

„Hvort að þessi hita­mynd­un eigi sér enn stað eða hvort þeir lifi enn á orku sem þeir hafa geymt frá mynd­un sinni þurf­um við mikla vinnu til að skera úr um,“ sagði Spencer í gær.

Sæv­ar Helgi seg­ir að mynd­irn­ar frá Plútó og Karoni breyti hug­mynd­um manna um virkni ís­hnatta í sól­kerf­inu.

„Þá er það spurn­ing sem vakn­ar núna hvort að Plútó sé ein­stak­ur eða hvort að hinar dverg­reiki­stjörn­un­ar í Kuiper-belt­inu, Eris, Haumea og Makema­ke, séu keim­lík­ar og hvort hnett­irn­ir sem eru svona ut­ar­lega séu í al­vör­unni svona virk­ir. Þetta ger­breyt­ir hug­mynd­um manna held ég al­veg ör­ugg­lega,“ seg­ir Sæv­ar Helgi.

Frétt Space.com um fyrstu vís­bend­ing­arn­ar um jarðvirkn­ina í Plútó­kerf­inu

Grein á Stjörnu­fræðivefn­um um Galí­leot­ungl Júpíters

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert