Gæðir framhjáflugið lífi

New Horizons flaug fram hjá Plútó 14. júlí.
New Horizons flaug fram hjá Plútó 14. júlí. AFP

Mánuður er nú liðinn frá því að New Horizons flaug næst fram hjá Plútó og hef­ur farið þegar sent nokkuð magn mynda aft­ur til jarðar. Íslenski tölv­un­ar­fræðing­ur­inn Björn Jóns­son hef­ur skeytt þess­um mynd­um sam­an í stutta þrívídd­arkvik­mynd sem sýn­ir fram­hjá­flugið á nokkuð raun­veru­leg­an hátt.

Í færslu á Face­book-síðu Stjörnu­fræðivefs­ins kem­ur fram að þrívídd­arkvik­mynd­in byggi á gögn­um frá geim­far­inu, meðal ann­ars um loft­hjúp Plútós sem sést sem nokk­urs kon­ar geislabaug­ur um hnött­inn í lok mynd­skeiðsins, og hún eigi því að vera nokkuð raun­veru­leg.

Í lýs­ingu Björns á mynd­inni á mynd­bandasíðunni Vi­meo kem­ur fram að ljós sem end­urkast­ast frá tungl­inu Karoni lýsi að hluta upp næt­ur­hlið Plútós en sú birta sé ýkt í mynd­inni. Í raun­veru­leik­an­um væri næt­ur­hliðin varla grein­an­leg eða jafn­vel ekki.

Björn hef­ur tölu­vert feng­ist við vinnslu á mynd­um könn­un­ar­geim­fara af sól­kerf­inu okk­ar. Þannig hef­ur hann meðal ann­ars gert ein­hverj­ar skýr­ustu mynd­ir sem til eru af stóra rauða blett­in­um á Júpíter og loft­hjúpi Úranus­ar auk þess að vinna lík­lega ná­kvæm­asta kort sem til er af yf­ir­borði ístungls­ins Evr­ópu.

New Horizons Pluto flyby from Bjorn Jons­son on Vi­meo.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert