Sjálfkleyrandi bílar hafa náð hápunkti útgáfu þessar árs á væntingakvarða Gartners fyrir nýja tækni. Kvarðinn, sem á ensku kallast Gartner’s hype cycle, á að sýna hversu miklar væntingar fólk hefur til tiltekinnar tækni.
Frétt mbl.is: „Hálfsjálfkeyrandi“ Benz á Íslandi
Þegar ný tækni nær hápunkti kvarðans bíður hennar yfirleitt ákveðið væntingahrun, þar sem almenningur verður fyrir vonbrigðum yfir því hvað ný tækni er lengi á markað og hversu hægt hún verðu aðgengileg almenningi. Næsta stig sjálfkeyrandi bíla verður því eflaust að falla í þessa gryfju.
Öll von er þó ekki úti fyrir fylgismenn sjálfkeyrandi bíla, því þessum væntingum er að jafnaði mætt með frekari tækniþróun, sem leiðir til þess að hin nýja tækni kemur á markað, en oft síðar en fólk hefði vonað.
Frétt mbl.is: Mestu breytingarnar frá upphafi bílsins
Gartner segir að 5 til 10 ár séu í að sjálfkeyrandi bílar verði komnir í nokkuð almenna notkun. Í greiningu Business Insider segir að nærri allir stóru bílaframleiðendurnir séu nú þegar að fikra sig í átt að sjálfkeyrandi bílum, og að 3% allra nýrra bíla árið 2020 verði sjálfkeyrandi bílar.