Höf jarðar rísa hratt

Yf­ir­borð sjáv­ar hef­ur hækkað um rúma sjö sentí­metra að meðaltali á heimsvísu frá ár­inu 1992 vegna hlýn­un­ar sjáv­ar og bráðnun­ar íss á landi. Hækk­un­in virðist hraða á sér og mun sjáv­ar­staðan hafa hækkað um metra fyr­ir lok þess­ar­ar ald­ar ef fram fer sem horf­ir, sam­kvæmt rann­sókn­um vís­inda­manna banda­rísku geim­vís­inda­stofn­un­ar­inn­ar NASA.

Í þúsund­ir ára hef­ur yf­ir­borð sjáv­ar verið nokkuð stöðugt og hafa menn komið sér fyr­ir á strandsvæðum um alla jörðina. Und­an­far­in fimm­tíu ár hef­ur yf­ir­borðið hins veg­ar byrjað að hækka hratt vegna hnatt­rænn­ar hlýn­un­ar af völd­um manna. Frá upp­hafi 20. ald­ar hef­ur yf­ir­borðið hækkað um tutt­ugu sentí­metra og allt bend­ir til þess að það hækki sí­fellt hraðar.

At­hug­an­ir vís­inda­manna NASA með gervi­hnött­um und­an­far­in 23 ár benda til þess yf­ir­borð sjáv­ar sé alls ekki jafnt yfir alla jörðina. Mun­ur­inn á sjáv­ar­stöðunni frá ein­um stað til ann­ars get­ur numið allt að tveim­ur metr­um. Hækk­un­in sem nú á sér stað dreif­ist held­ur ekki jafnt yfir alla jörðina. Þannig hef­ur yf­ir­borð sjáv­ar hækkað um 25 sentí­metra á sum­um stöðum en ann­ars staðar, eins og á vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna, hef­ur yf­ir­borð sjáv­ar hins veg­ar fallið. 

Vís­inda­menn telja að nátt­úru­leg­ar sveifl­ur, eins og El niño og ára­tuga­sveifla í Kyrra­hafi (e. Pacific Deca­dal Oscillati­on), og haf­straum­ar eyði nú tíma­bundið út áhrif­um hnatt­rænn­ar hlýn­un­ar í Kyrra­hafi. Þegar þeim sleppi geti yf­ir­borð sjáv­ar við vest­ur­strönd­ina hækkað hratt á næstu tveim­ur ára­tug­um.

„Fólk verður að skilja að plán­et­an er ekki bara að breyt­ast, hún er breytt,“ sagði Tom Wagner, sér­fræðing­ur NASA í haf­ís­mál­um.

Freista þess að kort­leggja bráðnun­ina á Græn­landi

Stærsti óvissuþátt­ur­inn í spám um þróun yf­ir­borðs sjáv­ar er hversu hratt ís­breiðurn­ar á heims­skaut­un­um munu bráðna með hækk­andi hita­stigi á jörðinni. Vís­inda­menn segja að þriðjung­ur af hækk­un yf­ir­borðs sjáv­ar sé til kom­in vegna þess að höf­in þenj­ast út eft­ir því sem þau hlýna, þriðjung­ur sé vegna bráðnun­ar heims­skautaíss­ins og þriðjung­ur vegna bráðnandi jökla á landi.

Græn­lands­jök­ull einn og sér get­ur haft gríðarleg áhrif á sjáv­ar­stöðu jarðar. Hann hef­ur bráðnað hratt und­an­farna ára­tugi en hyrfi hann all­ur myndi yf­ir­borð sjáv­ar hækka um sex metra. Bráðnun­ar­tíma­bilið á Græn­lands­jökli var­ir nú um sjö­tíu dög­um leng­ur á ári en það gerði við upp­haf 8. ára­tug­ar síðustu ald­ar.

Það er ekki bara hlýn­un and­rúms­lofts­ins sem bræðir jök­ul­inn held­ur einnig hlýn­andi sjór sem kemst að hon­um við strand­lengj­una og í gegn­um neðan­sjáv­ar­sprung­ur. Til þess að skilja bet­ur þau áhrif sem hlýr sjór hef­ur á bráðnun­ina hef­ur NASA hrundið af stað OMG-verk­efn­inu en því er ætlað að kort­leggja sjáv­ar­botn­inn við Græn­land og haf­strauma.

Verk­efnið mun standa yfir í sex ár en bæði skip og flug­vél­ar verða notaðar til þess að kanna víðáttu­mikla strand­lengju Græn­lands og skriðjökl­ana sem ganga út í ótal firði henn­ar. Með því von­ast menn til þess að geta spáð bet­ur fyr­ir um hversu hratt bráðnun­in mun eiga sér stað í framtíðinni.

Frétt á vef NASA um hækk­un yf­ir­borðs sjáv­ar

Frétt á vef NASA um OMG-verk­efnið á Græn­landi

Frétt The Guar­di­an af sjáv­ar­stöðu jarðar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert