Næsti viðkomustaður New Horizons valinn

Líkan af geimfarinu New Horizons sem þýtur nú í gegnum …
Líkan af geimfarinu New Horizons sem þýtur nú í gegnum Kuiper-beltið á leið til næsta áfangastaðar síns. AFP

Banda­ríska geim­vís­inda­stofn­un­in NASA hef­ur nú valið næsta áfangastað New Horizons í Kuiper-belt­inu eft­ir vel heppnaða heim­sókn geim­fars­ins til Plútó í júlí. Fyr­ir­bærið 2014 MU69 varð fyr­ir val­inu og á geim­farið að koma þangað á ný­árs­dag árið 2019. Ekk­ert er vitað um hnött­inn utan stærðar hans.

Vís­inda­menn­irn­ir fundu 2014 MU69 með Hubble-geim­sjón­auk­an­um þegar þeir leituðu að mögu­leg­um áfanga­stöðum fyr­ir New Horizons eft­ir Plútó. Það var aðallega hent­ug­leiki sem réði val­inu enda vita vís­inda­menn lítið sem ekk­ert um fyr­ir­bær­in sem liggja utan við braut Plútós. New Horizons mun brenna minna af eldsneyti til að kom­ast til 2014 MU69 en til ann­ars hnatt­ar sem kom til greina og varð því fyr­ir val­inu.

Stjórn­end­ur geim­fars­ins munu gagnsetja vél­ar þess nokkr­um sinn­um í seinni hluta októ­ber til þess að koma því á rétta braut til hnatt­ar­ins. Stefnu­breyt­ing­in mun brenna um tólf kíló­um af þeim 35 kíló­um eldsneyt­is sem eft­ir eru um borð.

New Horizons mun þjóta fram hjá hnett­in­um í um 12.000 kíló­metra fjar­lægð frá yf­ir­borði hans. Það er um það bil sama fjar­lægð og geim­farið komst næst Plútó 14. júlí.

Kuiper-beltið er ísilagður af­gang­ur efn­is frá mynd­un sól­kerf­is­ins að því er vís­inda­menn telja. Það eina sem vitað er um 2014 MU69 á þess­ari stundu er að fyr­ir­bærið er um 45 kíló­metr­ar að þver­máli.

Frétt Nature af fram­haldi New Horizons-leiðang­urs­ins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert