Bestu myndirnar af Plútó á leiðinni

Loftnetsstöðvar Deep Space Network NASA taka nú á móti gögnunum …
Loftnetsstöðvar Deep Space Network NASA taka nú á móti gögnunum frá New Horizons í Madrid á Spáni, Goldstone í Kaliforníu og Canberra í Ástralíu. NASA

Sjö vik­um eft­ir að New Horizons flaug fram hjá Plútó byrjaði geim­farið fyr­ir al­vöru að senda gögn til jarðar um at­hug­an­ir sín­ar um helg­ina. Þar á meðal eru fleiri mynd­ir sem það tók af Plútó og tungl­um hans í nærflug­inu. Áætlað er að fyrstu nýju mynd­irn­ar verði birt­ar í lok þess­ar­ar viku.

Fram að þessu hef­ur New Horizons  aðeins sent fyr­ir­ferðarminni gögn frá mæli­tækj­um sem nema jón­ir, sól­vind og geimryk. Um helg­ina byrjaði farið hins veg­ar að senda fyr­ir­ferðarmeiri gagnapakka eins og nær­mynd­ir og fleiri gögn, að því er kem­ur fram í frétt á vef banda­rísku geim­vís­inda­stofn­un­ar­inn­ar NASA.

„Þetta er það sem við kom­um til að ná, þess­ar mynd­ir, lit­rófs­mæl­ing­ar og önn­ur gögn sem munu hjálpa okk­ur að skilja upp­runa og þróun Plútó­kerf­is­ins í fyrsta skipti. Það sem er vænt­an­legt eru ekki bara þau 95% gagn­anna sem enn eru eft­ir í geim­far­inu held­ur mynd­irn­ar sem eru í mestu upp­lausn­inni og lit­rófs­mæl­ing­arn­ar, mik­il­væg­ustu upp­lýs­ing­arn­ar um loft­hjúp­inn og fleira. Þetta er fjár­sjóður,“ seg­ir Alan Stern, yf­ir­vís­indamaður New Horizons-leiðang­urs­ins.

Þol­in­mæði er þörf hjá þeim sem taka á móti gögn­un­um en gagna­flutn­ing­arn­ir yfir þá tæpu fimm millj­arðar kíló­metra sem skilja New Horizons og jörðina að eru held­ur hæg­ir. Þannig nær geim­farið að senda á bil­inu 1-4 kílóbit á sek­úndu að meðaltali. Þó að merkið ferðist á ljós­hraða tek­ur það meira en fjóra og hálfa klukku­stund að ná til jarðar­inn­ar.

Áætlað er að óunn­ar mynd­ir frá LORRI-mynda­vél könn­un­ar­fars­ins verði áfram birt­ar á vefsíðu New Horizons á hverj­um föstu­dag frá og með þeim næsta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert