Furðulega fjölbreytt landslag

Tilbúin yfirlitsmynd af Plútó sem byggir á myndum New Horizins …
Tilbúin yfirlitsmynd af Plútó sem byggir á myndum New Horizins í hárri upplausn. Dekkra svæðið sem er alsett gígum nefnist Cthulhu-svæðið en hvíta íssléttan nefnist Spútniksléttan. Myndin spannar um 1.800 km breitt svæði. NASA/Johns Hopkins University Applied Physics Laboratory/Southwest Research Institute

Nýj­ar nær­mynd­ir af yf­ir­borði Plútós sem New Horizons hef­ur skilað til jarðar sýna lands­lag sem er fjöl­breytt og flókið sem hef­ur vakið undr­un vís­inda­manna. Alan Stern, yf­ir­vís­indamaður leiðang­urs­ins, seg­ir að ef listamaður hefði teiknað Plútó á þenn­an hátt fyr­ir fram­hjá­flugið hefði það verið tald­ar ýkj­ur. 

Vís­inda­menn­irn­ir birtu í gær fyrsta skammt­inn af nýj­um mynd­um sem New Horizons byrjaði að senda til jarðar um síðustu helgi frá fram­hjá­flug­inu 14. júlí. Von er á fleiri mynd­um og tungl­um Plútós í dag. Með þeim mynd­um sem hafa borist und­an­farna daga hef­ur það svæði sem menn eiga nú mynd­ir af í hárri upp­lausn marg­fald­ast að stærð.

Mynd­irn­ar sýna meðal ann­ars streymi köfn­un­ar­efnis­íss sem virðist hafa runnið frá fjall­görðum yfir slétt­ur, mögu­leg­ar öld­ur í yf­ir­borðsefn­inu og dali sem flæðandi efni gæti hafa sorfið í yf­ir­borðið. Þá birt­ist einnig hrærigraut­ur fjalla á víð og dreif sem minn­ir á yf­ir­borð Galí­leió­tungls­ins Evr­ópu.

„Plútó sýn­ir okk­ur fjöl­breyti­leika í jarðmynd­un­um og flókna virkni sem jafn­ast fylli­lega á við allt sem við höf­um séð í sól­kerf­inu,“ sagði Stern í gær.

Samsett mynd sem sýnir glöggt Spútniksléttuna og fjölbreyttar jarðmyndanir í …
Sam­sett mynd sem sýn­ir glöggt Spútnik­slétt­una og fjöl­breytt­ar jarðmynd­an­ir í kring­um hana. Mynd­in var tek­in úr um 80.000 kíló­metra fjar­lægð. NASA/​Johns Hopk­ins Uni­versity App­lied Physics La­boratory/​Sout­hwest Rese­arch Institu­te

Jeff Moore, yf­ir­maður jarðfræði- og jarðeðlis­fræðirann­sókna og myndat­eym­is New Horizons, tek­ur und­ir þetta. 

„Yf­ir­borð Plútós er al­veg jafn­flókið og Mars. Þessi fjöll sem eru í ein­um hrærigraut gætu verið risa­vaxn­ar blokk­ir harðs vatns­íss sem flýt­ur inn á milli víðáttu­mik­illa, þétt­ari og mýkri laga af köfn­un­ar­efnis­ís inn­an svæðis­ins sem nefn­ist óform­lega Spútnik­slétt­an,“ seg­ir Moore.

Þrengir mynd af yfirborðinu sem sýnir fjölbreytileikann. Á henni sést …
Þreng­ir mynd af yf­ir­borðinu sem sýn­ir fjöl­breyti­leik­ann. Á henni sést dekkra og eldra svæði sem er al­sett gíg­um og yngra og ljós­ara svæði sem er slétt. Þar að auki má sjá fjall­g­arða og hryggi sem raða sér upp líkt og san­döld­ur. NASA/​Johns Hopk­ins Uni­versity App­lied Physics La­boratory/​Sout­hwest Rese­arch Institu­te

Vís­inda­menn­irn­ir hafa enn­frem­ur komið auga á fyr­ir­bæri sem líkj­ast san­döld­um. Reyn­ist það vera rétt segja þeir að það bendi til þess að annað hvort hafi loft­hjúp­ur Plútós verið þykk­ari í fortíðinni en hann er núna eða ein­hvers kon­ar önn­ur virkni sé þar að verki sem menn hafa enn ekki náð að átta sig á.

Mynd­irn­ar sýna líka að mun fleiri lög eru í mistr­inu eða loft­hjúpn­um sem um­lyk­ur Plútó en vís­inda­menn höfðu talið. Það veld­ur nokk­urs kon­ar ljósa­skipta­áhrif­um þar sem næt­ur­hliðin lýs­ist ör­lítið upp við sól­set­ur sem gerði hana sýni­lega mynda­vél­um New Horizons.

Frétt á vef NASA um nýju mynd­irn­ar frá Plútó

Karon, stærsta tungl Plútós úr 470.000 km fjarlægð. Töluvert meiri …
Karon, stærsta tungl Plútós úr 470.000 km fjar­lægð. Tölu­vert meiri jarðvirkni virðist hafa átt sér stað á Karoni en menn höfðu ímyndað sér áður en fyrstu mynd­irn­ar bár­ust af tungl­inu. NASA/​Johns Hopk­ins Uni­versity App­lied Physics La­boratory/​Sout­hwest Rese­arch Institu­te
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert