Telja sig sjá íseldfjöll

Mikil dæld er á tindi Wright-fjalls sem trónir um fjóra …
Mikil dæld er á tindi Wright-fjalls sem trónir um fjóra kílómetra yfir yfirborði Plútós. Það virðist bera öll merki um að vera nokkurs konar eldfjall sem gýs ís. NASA/Johns Hopkins University Applied Physics Laboratory/Southwest Research Institut

Kort af yf­ir­borði Plútós sem gerð hafa verið með gögn­um New Horizons-geim­fars­ins virðast sýna tvö stór fjöll sem vís­inda­menn telja að geti verið íseld­fjöll sem hafi mynd­ast þegar ís gýs und­an yf­ir­borði dverg­reiki­stjörn­unn­ar. Fyr­ir­bær­in séu und­ar­leg og eld­fjöll séu minnst und­ar­lega kenn­ing­in um til­urð þeirra.

Tind­ar fjall­anna tveggja, sem eru hvort um sig meira en 160 kíló­metr­ar að breidd og meira en fjór­ir kíló­metr­ar að hæð, eru með djúp­ar dæld­ir í miðjunni. Slíkt er yf­ir­leitt ein­kenni eld­fjalla á kunn­ug­legri slóðum í sól­kerf­inu.

„Hvað sem þau eru þá eru þau sann­ar­lega skrýt­in og eld­fjöll eru kannski minnst skrýtna kenn­ing­in á þess­um tíma­punkti,“ sagði Oli­ver White, vís­indamaður við New Horizons-leiðang­ur­inn á 47. árs­fundi reiki­stjörnu­deild­ar banda­ríska stjörnu­fræðifé­lags­ins í gær.

Wright- og Piccard-fjall, eins og þau hafa verið nefnd óform­lega, gjósa þannig ekki hrauni og ösku eins og á jörðinni held­ur vatns­ís, köfn­un­ar­efni, ammoní­aki eða met­ani. Vís­inda­menn­irn­ir telja að hiti af völd­um geisla­virkr­ar hrörn­un­ar í kjarna Plútós valdi kviku­hreyf­ing­um í ísn­um eins og ger­ist á jörðinni með bráðið berg. Það gæti rennt stoðum und­ir hug­mynd­ir um að haf fljót­andi vatns gæti verið að finna und­ir ísi­lögðu yf­ir­borði hnatt­ar­ins.

Þekkt er að gríðarleg­ir flóðkraft­ar sem gasris­arn­ir Júpíter og Sa­t­úrn­us beita fylgi­tungl sín valda jarðvikni á hnött­um eins og Íó og En­keladusi sem gjósa hrauni ann­ars veg­ar og ís­strók­um hins veg­ar. Slíkt á sér þó ekki stað á Plútó og slík jarðvirkni hef­ur ekki áður sést svo ut­ar­lega í sól­kerf­inu.

„Innri geisla­virk­ur hita­gjafi er eins og sak­ir standa eini hita­gjaf­inn sem okk­ur dett­ur í hug þar sem að hit­un af völd­um flóðkrafta hef­ur lík­lega ekki haft mik­il áhrif á Plútó,“ sagði White.

Frétt Spaceflig­ht Now

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert